Innlent

Rannsaka fjögur tilvik um eld í vatnskælivélum

Lögreglan á Akureyri er nú að rannsaka nánar fjögur tilvik á tveimur árum, þar sem kviknað hefur í vatnskælivélum í mötuneytum, eða kaffistofum á vinnustöðum.

Síðasta tilvikið var í kaffistofu kennara í Glerárskóla í fyrrinótt, þar sem talsvert tjón hlaust af.

Meðal annars verður kannað hvort vélarnar voru allar sömu gerðar, og ef svo er, verður skoðað hvort ekki sé öruggara að taka þær allstaðar úr notkun.

Unnið var að hreinsun og viðgerðum í Glerárskóla í gær og hófst kennsla þar nokkru síðar en venja er




Fleiri fréttir

Sjá meira


×