Innlent

Jón Þorsteinn stefnir DV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Ingi Freyr, Reynir og Jón Þorsteinn.
Frá vinstri: Ingi Freyr, Reynir og Jón Þorsteinn.
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins, vegna umfjöllunar um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins.

Frá þessu er greint á vef DV í dag. Þar kemur fram að Jón Þorsteinn krefjist þriggja milljóna króna í skaðabætur. Hann telji að farið hafi verið með rangt mál í fréttum DV af fjármagnsflutningum sínum og gefið sé í skyn að hann hafi gerst sekur um refsiverðan verknað með brotum á gjaldeyrishöftum.

Jón Þorsteinn afplánar um þessar mundir fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Exeter-málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×