Erlent

Fólk borðar nú fyrir framan tölvuna í vinnunni - til að geta skoðað Facebook og Twitter

Einn af hverjum þremur borðar hádegisverðinn sinn fyrir framan tölvuna í vinnunni, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem framkvæmd var í Bretlandi á dögunum.

Matarvenjur tvö þúsund launþegar voru kannaðar og sögðu 10 prósent þeirra að yfirmenn þeirra gerðu ráð fyrir því að þeir væru við tölvu sína í allan daginn - líka í matartímanum. Einn af hverjum þrjátíu sagði að staða þeirra væri í hættu, væri maturinn borðaður í matsalnum eða á veitingastað.

Þá leiddi könnunin einnig í ljós að flestir borða fyrstu máltíð dagsins í hádeginu en það hefur breyst frá fyrri tíð. Sextíu prósent þeirra sem borða morgunmat, sögðust borða hann fyrir framan tölvuna á morgnanna því þá væri hægt að sofa lengur á morgnanna.

Ein helsta ástæða þess að fólk borðar hádegismatinn fyrir framan tölvuna er sú að þá er hægt að vafra um á Facebook og Twitter, og öðrum samskiptamiðlum. Það væri ekki mögulegt í matsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×