Erlent

Dagblað alþýðunnar gagnrýnir kínversk stjórnvöld vegna mengunnar

Gífurleg loftmengun í Beijing og öðrum stórborgum Kína hefur leitt til harðrar gagnrýni á stjórnvöld þar í landi í Dagblaði alþýðunnar. Blaðið birtir annars yfirleitt aðeins efni sem er hliðhollt stjórnvöldum.

Loftmengunin hefur valdið því að þúsundir íbúa í Bejing hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar þar sem þeir eiga í vandræðum með að ná andanum. Fyrir utan óhreinindin í andrúmsloftinu lyktar það af brenndum kolum.

Dagblað alþýðunnar sakar stjórnvöld um að taka ekki á þessu vandamáli og krefst úrbóta strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×