Innlent

Aron varar við auknu eftirliti

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Aron Pálmi Ágústsson
Aron Pálmi Ágústsson
Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum.

„Eftir að ég lauk afplánun þurfti ég að skrá mig inn til lögreglu í tíu ár, þar sem þeir skráðu heimilisfang mitt, símanúmer, mynd af mér, skóstærð, augnlit, afmælisdag, hvernig bíl ég keyrði og vinnustaðinn minn. Þetta þýddi að hver sem er gat fundið mig hvenær sem er og gert mér mein ef hann vildi," skrifar Aron.

„Ég skil að íslensk lög munu kannski ekki ganga jafnlangt, en […] þau gætu haft jafnslæmar afleiðingar."

Aron Pálmi segist hafa verið undir smásjá yfirvalda síðan hann sneri aftur til Íslands. Hann hafi misst frá sér tvær kærustur eftir að barnaverndaryfirvöld boðuðu þær á fundi og tjáðu þeim að þær gætu misst börn sín vegna sambandsins við hann.

„Ég hef verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa náð í frænda minn í skólann og keyrt hann heim til sín," segir hann einnig í bréfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×