Erlent

Þyrla hrapaði til jarðar í London

Þyrla hrapaði til jarðar í London nú á áttunda tímanum í morgun. Í frétt á vefsíðu BBC segir að þyrlan hafi rekist á byggingarkrana í Vauxhall hverfinu í miðhluta borgarinnar.

Sjónarvottar segja að mikinn reyk leggi af þeim stað þar sem þyrlan skall til jarðar og óljósar fregnir eru um að þyrlan hafi lent á bíl eða tveimur bílum.

Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og fjórir sjúkrabílar eru komnir á vettvang og búið er að girða slysstaðinn af.

Ekki hafa borist fréttir um hvort einhverjir hafi farist eða slasast í þessu slysi.

Nýjustu fréttir herma að búið sé að loka jarnbrautarstöðinni í Vauxhall og nærliggjandi götum. Mikið umferðaöngþveiti hefur skapast af þeim sökum enda voru margir á leið til vinnu eftir að þyrlan hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×