Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga 15. janúar 2013 21:35 Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira