Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga 15. janúar 2013 21:35 Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði