Erlent

Svindlarar afhúpaðir frammi fyrir alþjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svindlari í skýrslutöku hjá eftirlitsmönnum.
Svindlari í skýrslutöku hjá eftirlitsmönnum.
Hið opinbera í Danmörku greiðir um fimm til tólf milljarða danskra króna, eða um 280 milljarða íslenskra króna, í félagslegar bætur til fólks sem á ekki rétt á félagslegum styrk. Þetta kemur fram í raunveruleikaþætti sem sýndur er í danska ríkissjónvarpinu. Sjónvarpsmenn fylgja þar starfsmönnum sveitarfélaga og lögreglunni sem hafa eftirlit með því að opinberir styrkir séu ekki misnotaðir. Svikin eru svo opinberuð fyrir framan öllum þeim sem áhuga hafa á að sjá.

Fólk sem misnotar bætur frá hinu opinbera gerir það í mörgum tilfellum með því að þiggja atvinnuleysisbætur en vinna samt svarta vinnu annarsstaðar. Þá getur líka verið um að ræða fólk sem er skráð einhleypt, og jafnvel einstæðir foreldrar, en er í raun í sambúð.

Í fyrsta þættinum sem sýndur var kom fram að þegar verið er að rannsaka hvort fólk sé að svindla á hinu opinbera sé meðal annars horft á Facebook-síður fólks, svo dæmi séu nefnd.

Hér má sjá þáttinn á DR1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×