Innlent

Halldór Laxness með mest seldu bókina

Það er ljóst að bókaunnendur hugsa töluvert um heilsuna eftir jólin, en mest selda bókin á tímabilinu 1. til 12. janúar var heilsubiblían 6 kíló á 6 vikum. Þetta kemur fram í lista Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekinn er saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.

Þá koma matreiðslubækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar og uppskrift að fjöri með Latabæ sterkar inn, enda snúast þær einnig um hollustuna, en þær eru í 3. og 4. sætinu.

Í öðru sæti er bókin Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson.

Af íslensku skáldverkum þá er það nóbelskáldið sjálft, Halldór Kiljan Laxness, sem á mest seldu bókina. Hin sívinsæla skáldsaga Laxness, Sjálfstætt fólk, trónir sem sagt á toppnum yfir mest seldu skáldverkin á íslensku. Á eftir honum kemur Arnaldur Indriðason með bók sína Reykjavíkurnætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×