Erlent

Er þetta furðulegasta myndbandið á internetinu í dag?

Undarlegt brot úr sýningu hefur farið eins og eldur í sinu á veraldarvefnum að undanförnu. Í myndbandinu sjást nokkrir dansarar, eða listamenn, gera eitthvað sem er hreinlega ólýsanlegt. Myndbandið birtist fyrst á frönsku sjónvarpsstöðinni Arte. Á Facebook-síðu sem ber yfirskriftina "Ótrúleg og klikkuð myndbönd" birtist birtist myndbandið fyrir tæpum sólarhring. Strax hafa þrjú þúsund manns deilt því og svipað margir "líkað við það". Það sem fólki er efst í huga er einfaldlega spurningin: Hvað er í gangi?

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Er það í meira lagi stórfurðulegt og jafnframt mjög fyndið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×