Erlent

Yfir 80 fórust í sprengingum á háskólalóð í Aleppo

Yfir 80 manns létu lífið og yfir 150 særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu á lóð háskólans í borginni Aleppo í Sýrlandi í gærdag.

Lóðin var full af stúdentum enda var fyrsti dagur prófa að hefjast þegar sprengingarnar urðu. Stjórnvöld saka þá sem þau kalla hryðjuverkamenn um að hafa skotið tveimur eldflugum á skólann en uppreisnarmenn segja að um loftárás sýrlenska flughersins hafi verið að ræða.

Allt frá því að uppreisnin í Sýrlandi hófst fyrir tæpum tveimur árum hefur verið hart barist í hverfum og á götum Aleppo og talið er að um 30.000 íbúa hennar hafi flúið borgina í þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×