Innlent

Fimm kærur á hendur Karli Vigni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Vignir leiddur fyrir dómara í síðustu viku.
Karl Vignir leiddur fyrir dómara í síðustu viku. Mynd/ Anton Brink.
Alls hafa fimm kærur borist vegna Karls Vignis Þorsteinssonar eftir að Kastljós hóf umfjöllun um mál hans. Þar er um að ræða mál þar sem fjórir karlmenn koma við sögu sem þolendur og ein kona.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinju segir að rannsókn á málum Karls Vignis gangi vel. Hann var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Talið er að fyrrgreind brot séu ófyrnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×