Lögregla skuli fá að gabba níðinga Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. janúar 2013 07:00 Fjölmennur fundur um kynferðisbrot Allsherjar- og menntamálanefnd kallaði meðal annars til sín fulltrúa frá Barnaverndarstofu, lögreglu, Stígamótum, Mannréttindaskrifstofu, Ríkissaksóknara og innanríkisráðuneytinu í gær til að ræða kynferðisbrot gegn börnum.Fréttablaðið/Anton „Ég og fleiri úr nefndinni munum beita okkur fyrir þessum forvirku heimildum. Mín skoðun er sú að í þessum málaflokki einum, og engum öðrum, er réttlætanlegt að beita róttækari aðgerðum en gengur og gerist," segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Samstaða um tálbeitur Nefndin hélt fund í gær með fjölmörgum fulltrúum kerfisins þar sem rætt var um kynferðisbrot gegn börnum. Rauði þráðurinn á fundinum var rannsóknarheimildir lögreglu til að beita svonefndum virkum tálbeitum á netinu gegn kynferðisbrotamönnum. Almenn samstaða ríkti meðal fundarmanna um að sá veruleiki sem blasti við samfélaginu í dag, að kynferðisbrotamenn væru í auknum mæli að nýta sér netið til að komast í kynni við börn til að brjóta á, kallaði á róttækari aðgerðir gegn þeim. „Menn eru að fara yfir á netið og það er veruleg ógn í því," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri. „Níðingar koma sér þar fyrir til að komast í samband við börn og sumum tekst það. Það tekur styttri tíma en áður og það er mun breiðara mengi sem þeir ná yfir. Þetta kallar á önnur viðbrögð af hálfu yfirvalda." Í dag hefur lögreglan heimild til að taka yfir samskipti tveggja raunverulegra einstaklinga, eins og til dæmis að taka sæti barns í samskiptum þess við grunaðan mann. Hún hefur ekki heimild til að búa til skáldaða persónu frá grunni til að komast í samskipti við mögulega barnaníðinga. „Það vantar heimild til að búa til tálbeitur á netinu og kanna hvað er þarna úti," segir Stefán. „Ég geri mér grein fyrir því að það er langt gengið og að nauðsynlegt er að bera það saman við mannréttindasáttmála Evrópu. En við verðum að takast á við veruleikann eins og hann er. Við þurfum að ganga lengra, en eingöngu á þessu sviði."Umdeildar aðferðir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að það væru nú þegar heimildir til staðar um notkun tálbeitna. „En það verður að hafa í huga að með þessu er í raun verið að láta menn fremja brot sem þeir hefðu kannski ekki annars framið. Það eru gríðarleg inngrip með þessum virku tálbeitum," sagði hún. „En það á ekki að ýta þessu út af borðinu, heldur verður að skoða hvort við getum beitt þessu." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tóku öll undir þá skoðun á fundinum að Alþingi bæri að veita lögreglu þessar auknu heimildir. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins bentu á, líkt og ríkissaksóknari, að nú þegar væru tálbeituheimildir til staðar, en tjáðu sig ekki frekar um rýmkun þeirra.Mikill fælingarmáttur Björgvin bendir á að hann hafi rætt um notkun tálbeitna og aðrar umdeildar rannsóknaraðferðir lögreglu fyrir nokkrum árum síðan og nú beri að fikra sig í átt að því. „Við eigum að veita lögreglu þessar heimildir því ég tel fælingarmáttinn sem í þeim felst vera mikinn gagnvart þeim sem hyggjast nota þennan galopna vettvang sem netið er," segir hann. „Við verðum að stíga skref í þessa átt þó að í því felist ýmislegt umdeilanlegt. Ég tel að það sé réttlætanlegt og hef einungis styrkst í þeirri skoðun." Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Ég og fleiri úr nefndinni munum beita okkur fyrir þessum forvirku heimildum. Mín skoðun er sú að í þessum málaflokki einum, og engum öðrum, er réttlætanlegt að beita róttækari aðgerðum en gengur og gerist," segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Samstaða um tálbeitur Nefndin hélt fund í gær með fjölmörgum fulltrúum kerfisins þar sem rætt var um kynferðisbrot gegn börnum. Rauði þráðurinn á fundinum var rannsóknarheimildir lögreglu til að beita svonefndum virkum tálbeitum á netinu gegn kynferðisbrotamönnum. Almenn samstaða ríkti meðal fundarmanna um að sá veruleiki sem blasti við samfélaginu í dag, að kynferðisbrotamenn væru í auknum mæli að nýta sér netið til að komast í kynni við börn til að brjóta á, kallaði á róttækari aðgerðir gegn þeim. „Menn eru að fara yfir á netið og það er veruleg ógn í því," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri. „Níðingar koma sér þar fyrir til að komast í samband við börn og sumum tekst það. Það tekur styttri tíma en áður og það er mun breiðara mengi sem þeir ná yfir. Þetta kallar á önnur viðbrögð af hálfu yfirvalda." Í dag hefur lögreglan heimild til að taka yfir samskipti tveggja raunverulegra einstaklinga, eins og til dæmis að taka sæti barns í samskiptum þess við grunaðan mann. Hún hefur ekki heimild til að búa til skáldaða persónu frá grunni til að komast í samskipti við mögulega barnaníðinga. „Það vantar heimild til að búa til tálbeitur á netinu og kanna hvað er þarna úti," segir Stefán. „Ég geri mér grein fyrir því að það er langt gengið og að nauðsynlegt er að bera það saman við mannréttindasáttmála Evrópu. En við verðum að takast á við veruleikann eins og hann er. Við þurfum að ganga lengra, en eingöngu á þessu sviði."Umdeildar aðferðir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að það væru nú þegar heimildir til staðar um notkun tálbeitna. „En það verður að hafa í huga að með þessu er í raun verið að láta menn fremja brot sem þeir hefðu kannski ekki annars framið. Það eru gríðarleg inngrip með þessum virku tálbeitum," sagði hún. „En það á ekki að ýta þessu út af borðinu, heldur verður að skoða hvort við getum beitt þessu." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tóku öll undir þá skoðun á fundinum að Alþingi bæri að veita lögreglu þessar auknu heimildir. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins bentu á, líkt og ríkissaksóknari, að nú þegar væru tálbeituheimildir til staðar, en tjáðu sig ekki frekar um rýmkun þeirra.Mikill fælingarmáttur Björgvin bendir á að hann hafi rætt um notkun tálbeitna og aðrar umdeildar rannsóknaraðferðir lögreglu fyrir nokkrum árum síðan og nú beri að fikra sig í átt að því. „Við eigum að veita lögreglu þessar heimildir því ég tel fælingarmáttinn sem í þeim felst vera mikinn gagnvart þeim sem hyggjast nota þennan galopna vettvang sem netið er," segir hann. „Við verðum að stíga skref í þessa átt þó að í því felist ýmislegt umdeilanlegt. Ég tel að það sé réttlætanlegt og hef einungis styrkst í þeirri skoðun."
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira