Minnst þrír látnir eftir 100 bíla árekstur 16. janúar 2013 07:00 Meðal bíla sem lentu í árekstrinum voru slökkviliðsbílar, enda héldu bílar áfram að bætast í þvöguna þar til veginum var lokað.nordicphotos/afp Að minnsta kosti þrír eru látnir og átján slösuðust í hundrað bíla árekstri á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar um hádegisbil í gær. Slysið varð á E4-hraðbrautinni, nánar tiltekið á Tranarpsbrúnni fyrir utan Helsingjaborg. Mikil hálka var á veginum auk þess sem þykk þoka var, að sögn lögreglu. Bílar úr báðum áttum rákust saman og úr varð mikil óreiða. „Þetta er versta slys sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli. Þetta er tveggja kílómetra löng röð af fimmtíu vörubílum og fimmtíu fólksbílum,“ sagði Jonas Hellsten, yfirmaður björgunaraðgerðanna, við Aftonbladet í gær. Yfirmaður slökkviliðsins á staðnum sagði við TT-fréttastofuna að margir hefðu verið fastir í bílum sínum. Klippa þurfti marga út úr bílunum og var í gærkvöldi talið að tala látinna gæti hækkað. Mikil óreiða ríkti á slysstaðnum enda bættust bílar lengi í áreksturinn. Eftir áreksturinn var veginum lokað í báðar áttir og verður hann ekki opnaður fyrr en í morgunsárið í dag. Um miðjan dag í gær hvatti lögreglan á Skáni fólk til að halda sig heima við vegna þess að aðstæður til aksturs væru alls staðar slæmar. „Við sáum þrjár manneskjur standa á veginum og reyna að benda ökumönnum á að hægja á sér. Svo kom vörubíll á miklum hraða til vinstri við mig. Hann rann til og ók á einn mannanna. Hann klemmdist milli bílsins og vegriðs og dó,“ sagði sjónarvotturinn Hada Brkic við Aftonbladet. Hún var í bíl ásamt móður sinni, systur og tveimur börnum, en þau náðu að stöðva bíl sinn. Annar sjónarvottur, Annika, sagðist hafa reynt að bjarga manninum, en það hefði verið of seint. „Öll brúin hristist til, það var mjög óþægilegt,“ sagði hún. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Að minnsta kosti þrír eru látnir og átján slösuðust í hundrað bíla árekstri á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar um hádegisbil í gær. Slysið varð á E4-hraðbrautinni, nánar tiltekið á Tranarpsbrúnni fyrir utan Helsingjaborg. Mikil hálka var á veginum auk þess sem þykk þoka var, að sögn lögreglu. Bílar úr báðum áttum rákust saman og úr varð mikil óreiða. „Þetta er versta slys sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli. Þetta er tveggja kílómetra löng röð af fimmtíu vörubílum og fimmtíu fólksbílum,“ sagði Jonas Hellsten, yfirmaður björgunaraðgerðanna, við Aftonbladet í gær. Yfirmaður slökkviliðsins á staðnum sagði við TT-fréttastofuna að margir hefðu verið fastir í bílum sínum. Klippa þurfti marga út úr bílunum og var í gærkvöldi talið að tala látinna gæti hækkað. Mikil óreiða ríkti á slysstaðnum enda bættust bílar lengi í áreksturinn. Eftir áreksturinn var veginum lokað í báðar áttir og verður hann ekki opnaður fyrr en í morgunsárið í dag. Um miðjan dag í gær hvatti lögreglan á Skáni fólk til að halda sig heima við vegna þess að aðstæður til aksturs væru alls staðar slæmar. „Við sáum þrjár manneskjur standa á veginum og reyna að benda ökumönnum á að hægja á sér. Svo kom vörubíll á miklum hraða til vinstri við mig. Hann rann til og ók á einn mannanna. Hann klemmdist milli bílsins og vegriðs og dó,“ sagði sjónarvotturinn Hada Brkic við Aftonbladet. Hún var í bíl ásamt móður sinni, systur og tveimur börnum, en þau náðu að stöðva bíl sinn. Annar sjónarvottur, Annika, sagðist hafa reynt að bjarga manninum, en það hefði verið of seint. „Öll brúin hristist til, það var mjög óþægilegt,“ sagði hún. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira