Innlent

Þrír menn teknir eftir innbrot í Kvikmyndaskólann

Brotist var inn í Kvikmyndaskólann við Ofanleiti í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og komust þjófarnir undan.

Skömmu síðar stöðvaði lögreglan bíl með þremur mönnum um borð og reyndust þar vera þjófarnir og fannst þýfi úr innbrotinu í bílnum. Þeir eru vistaðir í fagnageymslum og verða yfirheyrðir í dag.

Þá var gerð tilraun til að brjótast inn í verslun við Bankastræti á fjórða tímanum í nótt. Þjófurinn reyndi að brjóta þar rúðu, en þjófavarnarkerfi fór í gang og hann forðaði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×