Innlent

Ekki nógu vel tekið á ofbeldinu hérlendis

UNICEF hefur bent á að aukinna forvarna sé þörf til að sporna við ofbeldi gegn börnum. nordicphotos/getty
UNICEF hefur bent á að aukinna forvarna sé þörf til að sporna við ofbeldi gegn börnum. nordicphotos/getty
Hér á landi hefur ekki verið tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegum styrk og festu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi. Skýrslan verður kynnt í heild sinni í lok febrúar en ákveðið var að kynna hluta hennar fyrir almenningi í ljósi umræðu í samfélaginu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

„Í umræðunni sem vaknað hefur eftir umfjöllun Kastljóss hefur ítrekað verið kallað eftir aðgerðum til verndar börnum. UNICEF á Íslandi telur því skynsamlegt að birta þau gögn skýrslunnar sem tengjast slíkum forvörnum.“

UNICEF leggur fram í skýrslunni fimmtán tillögur um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum. Meðal þess sem lagt er til er að stofnað verði ofbeldisvarnarráð, fræðsla í skólum aukin, Barnahús stóreflt og stuðningur við aðstandendur þolenda aukinn.

Þá eru kynntar niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2012 í skýrslu UNICEF. Þar kemur meðal annars fram að 4,8 prósent barna í 9. og 10. bekk sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eða ofbeldi um ævina. Stúlkur eru tæplega þrisvar sinnum líklegri en drengir til að hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×