Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Þorgils Jónsson skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins upp á síðkastið. Baráttan við lúsasmit er afar erfið, en hjúkrunarfræðingur hjá landlækni segir að samstillt átak foreldra þurfi til að vinna á óværunni. Nordicphotos/getty Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi." Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi."
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira