Innlent

Kynferðisbrot afa til rannsóknar

Stígur Helgason skrifar
Málið hefur verið til rannsóknar í nokkra mánuði.
Málið hefur verið til rannsóknar í nokkra mánuði.
Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri.

Talið er að brotin hafi staðið yfir í áraraðir fram til síðustu aldamóta. Brotin eru ekki fyrnd. Piltarnir voru á þeim tíma sex til fjórtán ára gamlir.

Fréttablaðið fékk staðfest hjá lögreglunni í gær að mál af þessu tagi hefði verið til rannsóknar síðan í haust og að henni væri nærri lokið. Ekki fengust frekari upplýsingar um eðli þess.

Brotin sem kært var fyrir munu vera misalvarleg og þau alvarlegustu nokkuð gróf án þess þó að flokkast sem samræði.

Það var fyrir rúmu ári sem fjölskylda mannsins komst á snoðir um hin meintu brot og bar sakirnar upp á hann.

Nú í haust var síðan haft samband við lögreglu vegna málsins, sem hefur haft það til rannsóknar síðan.

Ekki fengust upplýsingar um það hvort maðurinn hefði játað sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×