Innlent

Heita vatnið aftur komið á í Vesturbænum

Heitt vatn komst aftur á í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir bilun fyrr um kvöldið.

Starfsmenn Orkuveitunnar gerðu við hana til bráðabirgða, en fullnaðarviðgerð verður gerð öðruhvoru megin við helgina og verður notendum tilkynnt um það með fyrirvara, segir í tilkynningu frá Orkuveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×