Erlent

Bóndi í Sviss sleppur við 655 ára gamalt kirkjugjald

Dómstóll í Sviss hefur úrskurðað að bóndi þar í landi þurfi ekki lengur að greiða gjald til kirkju sinnar. Þetta gjald, sem nemur tæpum 10.000 kr. á ári, hefur fjölskylda bóndans greitt árlega frá árinu 1357.

Forsaga málsins er sú að árið 1357 myrti bóndi að nafni Konrad Müller nágranna sinn. Til að komast hjá refsingu og hefndum gaf Müller kirkjunni lampa og lofaði að halda honum logandi til eilífðar. Ef loginn slokknaði átti kirkjan rétt á að fá allar eigur bóndans.

Müller-fjölskyldan hefur ætíð staðið skil á þessu á þessu gjaldi í gegnum aldirnar. Hinsvegar gerðist það nýlega að kirkjuyfirvöld vildu láta þinglýsa því samkomulagi sem gert var fyrir 655 árum síðan. Þá var bóndanum nóg boðið og hann hætti að greiða gjaldið.

Kirkjuyfirvöld fóru þá með málið fyrir dómstóla en neyddust til að játa sig sigruð þar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×