Fleiri fréttir

Sjúklingurinn kominn til Ísafjarðar

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var kölluð til um hádegisbilið í dag til að fylgja sjúkrabifreið vegna ófærðar. Sjúklingurinn var fluttur sjóleiðina frá Flateyri að Holtsbryggju og þaðan frá Holti í Önundarfirði til Ísafjarðar þar sem honum var komið undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirðir gekk vel að flytja sjúklinginn. Það þurfti þó að fá snjóblásara á staðinn á Ísafirðir til að moka á undan sjúkrabílnum.

Fjölmörg snjóflóð hafa fallið

Veðurstofu hefur borist fjölmargar tilkynningar um snjóflóð á Vestfjarðarkjálkanum síðasta sólarhring. Snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu segir að líklegt sé að tugir snjóflóða hafi fallið í Súðarvíkur- og Kirkjubólshlíðinni. Ljóst sé að mörg snjóflóð hafi fallið inn með dölum og upp til fjalla. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi valdið skemmdum eða tjóni á svæðinu.

Sextíu farþegar í rútunni - Reykjanesbrautin enn lokuð

Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun. Engan sakaði og þökkuðu farþegar sínu sæla fyrir að búið var að seinka flugi. Reykjanesbrautin er enn lokuð en góð hjáleið er opin um vallahverfið í Hafnarfirði.

Víða ófært í dag

Veður mun ganga hægt niður í dag en áfram má búast við stormi með éljum og snjókomu vel fram eftir degi og hvassviðri í kvöld. Á Vestfjörðum eru vegir enn meira eða minna lokaðir og ófærir en hið sama er upp á teningnum víða um land.

Hataði múslima og hindúa

Lögreglan í New York hefur handtekið liðlega þrítuga konu sem grunuð er um að hafa hrint manni í veg fyrir neðanjarðarlest.

Konan jarðsungin í gær

Ung kona sem var fórnarlamb hópnauðgunar í strætisvagni í Delí á dögunum var jarðsungin í gær með líkbrennslu en hún lést á sjúkrahúsi í Singapore, þar sem hlúð hafði verið að sárum hennar.

Fremur rólegt hjá björgunarmönnum í nótt

Fremur rólegt var Slysavarnafélaginu Landsbjörg í nótt. Að sögn Gunnars Stefánssonar, starfandi framkvæmdastjóra, var björgunarsveitin á Flateyri kölluð út snemma í morgun til að aðstoða sjúkrabíl vegna ófærðar.

Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf

Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent.

"Íbúar þessa lands mikilvægasti hlekkurinn í almannavarnakerfinu“

Vonskuveður geisar nú um nær allt land. Vestfirðir og Norðurland hafa farið einna verst út úr veðurofsanum en í dag hafa fjölmargir björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, stjórnendur, tæknifólk og aðrir landsmenn tekið þátt í björgunarstörfum. Almannavarnir hvetja fólk til að stappa stálinu í hvort annað.

Björgunarsveitarmenn þurftu að hörfa

Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs.

Rafmagn komið á hluta Ísafjarðar

Rafmagn er nú komið á hluta Ísafjarðar. Bæjarbúar hafa þurft að takast á við rafmagnsleysi frá því um hádegi í dag ásamt því að án heits vatns. Orkubúsmenn hafa unnið að viðgerðum á varaaflstöðum á Ísafirði og Bolungarvík í dag.

Verkefni björgunarsveita af ýmsum toga

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa víða verið að störfum í dag. Mest hefur verið að gera í Húnavatnssýslum, norðanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Hátt í 30 aðstoðarbeiðnir í Húnavatnssýslum og var Mest var að gera um hádegisbil í dag en ástandið róaðist þegar leið á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru verkefnin af öllum toga, allt frá brotnum rúðum í bílum upp í laus hlöðuþök. Þakplötur hafa víða losnað, þar á meðal á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga sem og í sveitum í kring.

Vindhviður allt að 50 metrum

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir að hámarki veðurofsans á Vestfjörðum hafi verið náð á fimmta tímanum í dag.

Fáir á ferli í myrkvuðum Ísafjarðarbæ

"Við höfum bara haldið okkur heima," segir Halldór Halldórsson, formaður Samband Íslenskra sveitarfélaga og Ísfirðingur. "Við höfum nú ekki fundið fyrir kuldanum hingað til. Stuttu eftir að rafmagnið fór af þá kveiktum við bara í kamínunni þannig að það er funheitt hjá okkur."

Rafmagns- og heitavatnslaust á Ísafirði

Rafmagns- og hitavatnslaust er nú á Ísafirði og í Bolungarvík. Starfsmenn Orkubúsins vinna nú að viðgerðum á varaaflsvélum en þær biluðu fyrr í dag.

Maðurinn sem lést í Silfru

Maðurinn sem lést í köfunarslysi í Silfru í gær hét Björn Kolbeinsson og var fæddur 25. júlí 1977. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Almannavarnir funda um óveðrið - Rýmingu aflétt á Patreksfirði

Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna.

Farþegaflugvél brotlenti í Moskvu

Farþegaflugvél brotlenti við Vnukovo-flugvöllinn í Moskvu á tólfta tímanum í dag. Tólf manns voru um borð í flugvélinni.

Líkamsárásum fjölgar og innbrotum fækkar

Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nóg um að vera hjá Björgunarsveitum

Björgunarsveitir hafa verið að störfum víða um land í morgun. Björgunarsveitamenn á vestanverðu landinu eru sammála um að minna hafi verið um að vera en þeir áttu von á. En mikið hefur bætt í vind undanfarna klukkustund og veður víða orðið snarvitlaust.

Þak að hrynja af fjósi í Önundarfirði

Björgunarfélag Ísafjarðar er nú á leið í Önundarfjörð þar sem hlaða er að hrynja af fjósi. Ellefu manna sveit fór til aðstoðar en um 70 gripir eru í fjósinu.

Sést vart milli húsa í Súðavík

"Það sést varla milli húsa," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. "Það var um miðnætti í gær þegar hann fór að blása alla hressilega og það hefur verið hvasst síðan þá."

Veður fer versnandi á Vestfjörðum

"Nóttin var nokkuð róleg hjá okkur,“ segir Reimar Vilmundarson hjá Björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík. Óveður geisar nú á Vestfjörðum og eru vegir meira eða minna lokaðir eða ófærir. Í nótt náði vindhraði víða þrjátíu metrum á sekúndu og í vindhviðum náði hann allt að fimmtíu metrum á sekúndu.

Erill hjá lögreglu í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast frá því í gærkvöldi og ekki aðeins í tilvikum sem tengjast veðrinu. Rétt fyrir klukkan átta í gær var tilkynnt um innbrot í Fannafold og hafði húsráðandi komið að tveimur óboðnum gestum í íbúð sinni. Þeir lögðu á flótta og íbúinn á eftir, en hann missti af þeim.

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Nokkur útköll sem rekja má til veðurs hafa verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í nótt. Voru þau öll minniháttar.

Thatcher óttaðist árás á Gíbraltar

Fjölmörg trúnaðarskjöl úr fórum Margaret Thatcher hafa verið gerð opinber. Þar er meðal annars að finna róttæk áform um niðurskurð velferðarkerfisins. Einnig kemur í ljós að hún taldi hættu á því að Spánverjar hygðust hertaka Gíbraltar.

Telur strætó hafa lagt of snemma af stað

Eldri kona missti af strætó í Staðarskála. Gert var stopp á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Fékk á endanum far með flutningabíl en farangurinn fór með strætó til Reykjavíkur. Bætum úr hafi okkur orðið á, segir framkvæmdastjóri Strætó.

Þingið fundar um helgina

Bandarísk verðbréf hafa lækkað jafnt og þétt í verði síðustu daga af ótta við að ekki náist samkomulag í fjárlagadeilunni á Bandaríkjaþingi fyrir áramót. Barack Obama kom fyrr heim úr jólafríi sínu en áætlað var og kallaði þingið til funda yfir helgina, í von um lausn á síðustu stundu.

Rauðkálið talið einangrað tilvik

Fólkið sem kveðst hafa fengið rauðkál í grænubaunadós á aðfangadagskvöld hafði uppi á dósinni sem talin var glötuð. Þar með er fundið svokallað lotunúmer dósarinnar sem Ora-verksmiðjan sagði vanta til að hægt vera að varpa skýrara ljósi á málið.

Læsir kössum um áramótin

Líkt og síðastliðin ár grípur Pósturinn til aðgerða til að sporna við skemmdarverkum á póstkössum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu.

Nær allir velja samfélagsþjónustu í stað sekta

Tæplega 76 prósent þeirra sem dæmdir eru til að greiða háar fjársektir kjósa að borga ekki sektina og afplána frekar samfélagsþjónustu. Dómstólar hafa ekkert um málið að segja.

Spenntur fyrir Hollywood

"Það er auðvitað bara frábært fyrir frekar fátækan listamann eins og mig að fá aðeins betur borgað fyrir vinnuna.“

Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála

Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu.

Eitt versta veður síðustu ára

Stefnir mögulega í versta veður síðustu ára. Höfuðborgarsvæðið einnig undir. Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

Sjá næstu 50 fréttir