Nær allir velja samfélagsþjónustu í stað sekta Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2012 18:30 Tæplega 76 prósent þeirra sem dæmdir eru til að greiða háar fjársektir kjósa að borga ekki sektina og afplána frekar samfélagsþjónustu. Dómstólar hafa ekkert um málið að segja. Á árunum 2000-2006 voru 81% sekta sem voru 8 m.kr eða hærri greidd með samfélagsþjónustu. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er umfjöllun um fullnustu sekta á árunum 2007 til 2011. Á þessu árabili voru 134 refsingar til fullnustu hjá Fangelsismálastofnun þar sem kveðið var á um sekt að fjárhæð 8 til 120 milljóna króna. Allar voru þær vegna brota á ákvæðum skattalaga og nam samanlögð heildarfjárhæð þessara sekta um 4 milljörðum króna. Eins og sést á þessari mynd (sjá myndskeið með frétt) var yfirgnæfandi meirihluti dómsekta fullnustaður með samfélagsþjónustu á þessu tímabili eða 75,9 prósent, sem eru 103 af 134 refsingum. Dómstólar hafa samkvæmt lögum aðeins heimildir til að dæma menn til fangelsisvistar eða greiðslu sekta. Samfélagsþjónusta kemur aðeins til sem fullnustuúrræði hjá Fangelsismálastofnun og því hafa dómstólar ekki heimild til að dæma menn til samfélagsþjónustu. Hefur þetta sætt nokkurri gagnrýni af hálfu fræðimanna í lögfræði. Athygli vekur að í þeim 134 sektarmálum sem voru til umfjöllunar í skýrslunni höfðu dómstólar ekkert um það að segja hvernig þær voru fullnustaðar. Í raun má segja að í þessum málum hefðu dómstólar getað svarað spurningunni hvort samfélagsþjónusta væri heppilegra úrræði en sektir, hefðu þeir yfirleitt haft til þess tækifæri. Þá má líka spyrja hvort markmið fésekta sem refsiúrræðis sé yfirleitt að nást ef nánast allir sem fá sektir fullnusta þær með samfélagsþjónustu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Tæplega 76 prósent þeirra sem dæmdir eru til að greiða háar fjársektir kjósa að borga ekki sektina og afplána frekar samfélagsþjónustu. Dómstólar hafa ekkert um málið að segja. Á árunum 2000-2006 voru 81% sekta sem voru 8 m.kr eða hærri greidd með samfélagsþjónustu. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er umfjöllun um fullnustu sekta á árunum 2007 til 2011. Á þessu árabili voru 134 refsingar til fullnustu hjá Fangelsismálastofnun þar sem kveðið var á um sekt að fjárhæð 8 til 120 milljóna króna. Allar voru þær vegna brota á ákvæðum skattalaga og nam samanlögð heildarfjárhæð þessara sekta um 4 milljörðum króna. Eins og sést á þessari mynd (sjá myndskeið með frétt) var yfirgnæfandi meirihluti dómsekta fullnustaður með samfélagsþjónustu á þessu tímabili eða 75,9 prósent, sem eru 103 af 134 refsingum. Dómstólar hafa samkvæmt lögum aðeins heimildir til að dæma menn til fangelsisvistar eða greiðslu sekta. Samfélagsþjónusta kemur aðeins til sem fullnustuúrræði hjá Fangelsismálastofnun og því hafa dómstólar ekki heimild til að dæma menn til samfélagsþjónustu. Hefur þetta sætt nokkurri gagnrýni af hálfu fræðimanna í lögfræði. Athygli vekur að í þeim 134 sektarmálum sem voru til umfjöllunar í skýrslunni höfðu dómstólar ekkert um það að segja hvernig þær voru fullnustaðar. Í raun má segja að í þessum málum hefðu dómstólar getað svarað spurningunni hvort samfélagsþjónusta væri heppilegra úrræði en sektir, hefðu þeir yfirleitt haft til þess tækifæri. Þá má líka spyrja hvort markmið fésekta sem refsiúrræðis sé yfirleitt að nást ef nánast allir sem fá sektir fullnusta þær með samfélagsþjónustu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira