Erlent

Þingið fundar um helgina

GB skrifar
Kom fyrr heim úr jólafríi og boðaði þingið á fund.
nordicphotos/afp
Kom fyrr heim úr jólafríi og boðaði þingið á fund. nordicphotos/afp
Bandarísk verðbréf hafa lækkað jafnt og þétt í verði síðustu daga af ótta við að ekki náist samkomulag í fjárlagadeilunni á Bandaríkjaþingi fyrir áramót. Barack Obama kom fyrr heim úr jólafríi sínu en áætlað var og kallaði þingið til funda yfir helgina, í von um lausn á síðustu stundu.

Takist ekki samkomulag falla sjálfkrafa úr gildi lög um skattaafslátt og ýmsa útgjaldaliði ríkisins. Þetta myndi þýða að skattar hækkuðu verulega á alla tekjuhópa og ýmis fjárframlög úr ríkissjóði yrðu felld niður. Óttast er að þetta geti haft í för með nýja kreppu í Bandaríkjunum með stórauknu atvinnuleysi, sem jafnframt hefði töluverð áhrif á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.

Lítill sáttahugur hefur verið í repúblíkönum vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×