Erlent

Hópnauðgunarfórnarlambið látið

BBI skrifar
Mynd/AFP
Ung kona lést á sjúkrahúsi í dag eftir að henni var hópnauðgað í strætisvagni á Indlandi um miðjan desember. Líffæri hennar gáfu sig vegna mikilla áverka á líkama hennar og heila.

Konan var tuttugu og þriggja ára. Henni var nauðgað af fjórum karlmönnum um borð í strætisvangi og því næst fleygt út úr vagninum á ferð. Árásin vakti mikinn óhug í Indlandi og fólk flykktist út á götur landsins til að mótmæla vægum refsingum við kynferðisafbrotum. Mótmælin gengu svo langt að einn lögreglumaður lést í átökum.

Í yfirlýsingu frá spítalanum sem hún dvaldi á segir að fjölskylda hennar hafi verið nærri þegar hún lést. „Hún var hugrökk þegar hún barðist fyrir lífi sínu þvert á allar líkur. Áverkarnir voru of alvarlegir til að hún gæti náð bata. Við eru auðmjúkir fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að fá að annast hana," segir í yfirlýsingunni.

BBC greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×