Innlent

Sjaldan meira sólskin

BBI skrifar
Árið 2012 var óvenjulega hlýtt og sérstaklega sólríkt.

Veðurstofan birti í dag bráðabirgðayfirlit yfir tíðafar ársins. Þar kemur fram að sólskinsstundir hafi verið óvenjumargar. Aðeins einu sinni hafa þær verið fleiri í Reykjavík frá því mælingar hófust en aldrei fleiri á Akureyri.

Úrkoma var yfir meðallagi þrátt fyrir gífurlega þurrviðrasamt sumar.

Hitinn var langt yfir meðallagi og reyndist árið með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Á vef Veðurstofunnar má nálgast nánari samantekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×