Innlent

Rauðkálið talið einangrað tilvik

GAR skrifar
Rauðkál í baunadós vakti athygli í jólaboði en framkvæmdastjóra Ora var ekki skemmt.mynd/Sigurgeir Finnsson
Rauðkál í baunadós vakti athygli í jólaboði en framkvæmdastjóra Ora var ekki skemmt.mynd/Sigurgeir Finnsson
Fólkið sem kveðst hafa fengið rauðkál í grænubaunadós á aðfangadagskvöld hafði uppi á dósinni sem talin var glötuð. Þar með er fundið svokallað lotunúmer dósarinnar sem Ora-verksmiðjan sagði vanta til að hægt vera að varpa skýrara ljósi á málið.

Sigurður Halldórsson, framleiðslustjóri Ora, kveðst hafa farið í Ora eftir að hann fékk upplýsingar um dósina í fyrradag. Hún var sögð vera keypt í Krónunni Bíldshöfða tveimur dögum fyrir jól.

„Keypti ég allar lotur sem ég fann í Krónunni í gær, bæði grænar baunir og rauðkál. Það reyndist vera rétt innihald í þeim öllum," segir Sigurður.

Aðspurður segir hann lotunúmerið á dósinni umræddu, sem fram kom í gær, hafa verið það sama á og einni dósinni sem hann keypti í Krónunni. „Svo ég reikna með að þetta hafi verið einangrað tilvik. Þetta er samt nógu slæmt í okkar augum og við komum til með að rekja þetta að þeim áhættupunkti til að útiloka þetta í framtíðinni."

Sumir lýstu vanþóknun á fréttinni um dularfullu dósina. „Ég hef keypt vörur frá Ora í áratugi og alltaf er þar um fína vöru að ræða. En, að fara svona að; að hlaupa beint í fréttamiðla með ljósmynd, búið meira að segja henda dósinni, þetta er svo ótrúverðugt," segir viðskiptavinur í tölvubréfi sem framkvæmdastjóri Ora framsendi Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×