Innlent

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Nokkur útköll sem rekja má til veðurs hafa verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í nótt. Voru þau öll minniháttar.

Bílstjórar voru aðstoðaðir eftir að þeir höfðu fest bíla sína á Steingrímsfjarðarheiði og rétt austan við Eskifjörð. Á Skagaströnd losnuðu þakplötur og byrgja þurfti brotinn glugga í Bolungarvik.

Björgunarsveitir innan þess svæðis þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir voru í viðbragðsstöðu í nótt og svæðisstjórnir þeirra víða í húsi í nótt. Svo verður áfram á meðan veðrið gengur yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×