Thatcher óttaðist árás á Gíbraltar Guðsteinn skrifar 29. desember 2012 08:00 Margaret Thatcher Tók áhættu með Falklandseyjastríðinu. nordicphotos/AFP Árið 1982 taldi Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hættu á að Spánverjar myndu hertaka Gíbraltarskaga. Falklandseyjastríðið stóð þá yfir og Spánverjar höfðu fagnað tilraunum Argentínuhers til að taka eyjarnar af Bretum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í trúnaðarskjölum úr fórum breska forsætisráðuneytisins, sem gerð hafa verið opinber samkvæmt þeirri bresku reglu að aflétta skuli trúnaði af slíkum skjölum eftir 30 ár. Thatcher fékk skýrslu frá breska herráðinu, þar sem fullyrt var að lítil hætta væri á að þáverandi stjórn Spánar myndi reyna að ná Gíbraltarskaga á sitt vald: „Þetta er grunsamlega líkt Falklandseyjamatinu fyrir innrásina,“ skrifaði Thatcher með bláum tússpenna sínum á spássíu skýrslunnar, að því er breska blaðið Guardian greinir frá. Í trúnaðarskjölunum, sem skipta hundruðum, kemur einnig fram að hún hafi átt afar erfitt með að taka ákvörðun um hvort Bretar ættu að senda herlið til Falklandseyja að berjast við Argentínuher, enda væri áhættan mikil. „Enginn gat sagt mér hvort við gætum tekið Falklandseyjar aftur – enginn,“ sagði hún við rannsóknarnefnd, sem fór yfir atburðina að stríðinu loknu. Í skjölunum er einnig að finna hugmyndir Thatchers og Geoffrey Howe, fjármálaráðherra í stjórn hennar, um róttækar breytingar á breska velferðarkerfinu, sem hún síðar afneitaði vegna harðrar andstöðu annarra ráðherra. Hugmyndirnar snerust meðal annars um að ríkisútgjöld til velferðarmála yrðu skorin niður að stórum hluta, heilbrigðiskerfið yrði að mestu einkavætt og innheimt yrðu gjöld fyrir skólagöngu barna. Samkvæmt þessum hugmyndum áttu allir að greiða fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu. Einu undantekningarnar væru geðfatlaðir og aldraðir, sem greinilega hefðu ekki efni á að borga. „Þetta myndi að sjálfsögðu jafngilda endalokum heilbrigðisþjónustu ríkisins,“ segir í leynilegu minnisblaði frá september 1982. Í skjölunum kemur einnig fram að útvarpsmaðurinn Jimmy Savile, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gagnvart fjölda ungra kvenna, hafi haft góð tengsl við Thatcher og fleiri ráðherra í stjórn hennar. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Árið 1982 taldi Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hættu á að Spánverjar myndu hertaka Gíbraltarskaga. Falklandseyjastríðið stóð þá yfir og Spánverjar höfðu fagnað tilraunum Argentínuhers til að taka eyjarnar af Bretum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í trúnaðarskjölum úr fórum breska forsætisráðuneytisins, sem gerð hafa verið opinber samkvæmt þeirri bresku reglu að aflétta skuli trúnaði af slíkum skjölum eftir 30 ár. Thatcher fékk skýrslu frá breska herráðinu, þar sem fullyrt var að lítil hætta væri á að þáverandi stjórn Spánar myndi reyna að ná Gíbraltarskaga á sitt vald: „Þetta er grunsamlega líkt Falklandseyjamatinu fyrir innrásina,“ skrifaði Thatcher með bláum tússpenna sínum á spássíu skýrslunnar, að því er breska blaðið Guardian greinir frá. Í trúnaðarskjölunum, sem skipta hundruðum, kemur einnig fram að hún hafi átt afar erfitt með að taka ákvörðun um hvort Bretar ættu að senda herlið til Falklandseyja að berjast við Argentínuher, enda væri áhættan mikil. „Enginn gat sagt mér hvort við gætum tekið Falklandseyjar aftur – enginn,“ sagði hún við rannsóknarnefnd, sem fór yfir atburðina að stríðinu loknu. Í skjölunum er einnig að finna hugmyndir Thatchers og Geoffrey Howe, fjármálaráðherra í stjórn hennar, um róttækar breytingar á breska velferðarkerfinu, sem hún síðar afneitaði vegna harðrar andstöðu annarra ráðherra. Hugmyndirnar snerust meðal annars um að ríkisútgjöld til velferðarmála yrðu skorin niður að stórum hluta, heilbrigðiskerfið yrði að mestu einkavætt og innheimt yrðu gjöld fyrir skólagöngu barna. Samkvæmt þessum hugmyndum áttu allir að greiða fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu. Einu undantekningarnar væru geðfatlaðir og aldraðir, sem greinilega hefðu ekki efni á að borga. „Þetta myndi að sjálfsögðu jafngilda endalokum heilbrigðisþjónustu ríkisins,“ segir í leynilegu minnisblaði frá september 1982. Í skjölunum kemur einnig fram að útvarpsmaðurinn Jimmy Savile, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gagnvart fjölda ungra kvenna, hafi haft góð tengsl við Thatcher og fleiri ráðherra í stjórn hennar.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira