Eitt versta veður síðustu ára Gunnar Reynir Valþórsson og Hafþór Gunnarsson skrifar 28. desember 2012 20:25 Eitt versta veður síðustu ára gengur nú yfir Vestfirði. Hættustig er í gildi og hús hafa verið rýmd í fimm þéttbýliskjörnum og á nokkrum bæjum vegna snjóflóðahættu. Veðurspár gera ráð fyrir ofsaveðri, allt að þrjátíu og tveimur metrum á sekúndu í kvöld og í nótt. Verst hefur það verið á Vestfjörðum í dag og þá er spáð stórhríð á norðanverðu landinu í nótt og fram á morgun og raunar búast menn við vonskuveðri langt fram á sunnudag víða um land. Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á afmörkuðum svæðum í fimm bæjarfélögum fyrir Vestan, á Ísafirði, Flateyri, Hnífsdal, Súðavík og á Patreksfirði. Þá hafa íbúar á átta bæjum á svæðinu verið beðnir um að rýma þá. Vel er fylgst með framvindunni og ekki þykir loku fyrir það skotið að rýma verði fleiri svæði áður en nóttin er úti. Súðavíkurhlíð var lokað um miðjan dag í dag og núna klukkan sex var lokað fyrir umferð um Eyrarhlíð, Suðureyrarveg, Flateyrarveg og Gemlufallsheiði. Og eins og sjá má af myndunum í myndskeiðinu hér að ofan frá Ísafirði frá því í dag er snjórinn gríðarmikill. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri á Súðavík segir það ávallt afar óþægilegt þegar samgöngur rofna eins og gerst hefur í dag. Umferð var hleypt á Súðavíkurhlíð um skamma hríð eftir hádegið í dag og þá hafði snjóflóð fallið á veginn sem ryðja þurfti burt. Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hafa viðbragðsaðilar setið á fundum í dag og búið sig undir það sem koma skal. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að spáin sé mjög slæm og aðstæður ekki góðar. „Við tökum viðvörunum Veðurstofunnar mjög alvarlega í þessu tilviki," segir hann. Björgunarsveitir ætla að vera með vakt í húsum víða um land í nótt og eru tilbúnar að kalla til meiri mannskap ef þörf krefur. Víðir segir að ástandið sé einna verst á Vestfjörðum og segir hann stefna í vesta veður sem skollið hafi á í mörg ár. „Ef allt fer á versta veg verður þetta versta veður sem við höfum séð í mörg ár. Snjóflóðahættuástandið sem nú er er það versta sem við höfum séð í talsvert langan tíma," segir hann og telur útlitið fremur slæmt. Og hvað höfuðborgina varðar segir Víðir að husanlega verði mjög hvasst í nótt og í fyrramálið og var aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að búa sig undir að takast á við óveður á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Eitt versta veður síðustu ára gengur nú yfir Vestfirði. Hættustig er í gildi og hús hafa verið rýmd í fimm þéttbýliskjörnum og á nokkrum bæjum vegna snjóflóðahættu. Veðurspár gera ráð fyrir ofsaveðri, allt að þrjátíu og tveimur metrum á sekúndu í kvöld og í nótt. Verst hefur það verið á Vestfjörðum í dag og þá er spáð stórhríð á norðanverðu landinu í nótt og fram á morgun og raunar búast menn við vonskuveðri langt fram á sunnudag víða um land. Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á afmörkuðum svæðum í fimm bæjarfélögum fyrir Vestan, á Ísafirði, Flateyri, Hnífsdal, Súðavík og á Patreksfirði. Þá hafa íbúar á átta bæjum á svæðinu verið beðnir um að rýma þá. Vel er fylgst með framvindunni og ekki þykir loku fyrir það skotið að rýma verði fleiri svæði áður en nóttin er úti. Súðavíkurhlíð var lokað um miðjan dag í dag og núna klukkan sex var lokað fyrir umferð um Eyrarhlíð, Suðureyrarveg, Flateyrarveg og Gemlufallsheiði. Og eins og sjá má af myndunum í myndskeiðinu hér að ofan frá Ísafirði frá því í dag er snjórinn gríðarmikill. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri á Súðavík segir það ávallt afar óþægilegt þegar samgöngur rofna eins og gerst hefur í dag. Umferð var hleypt á Súðavíkurhlíð um skamma hríð eftir hádegið í dag og þá hafði snjóflóð fallið á veginn sem ryðja þurfti burt. Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hafa viðbragðsaðilar setið á fundum í dag og búið sig undir það sem koma skal. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að spáin sé mjög slæm og aðstæður ekki góðar. „Við tökum viðvörunum Veðurstofunnar mjög alvarlega í þessu tilviki," segir hann. Björgunarsveitir ætla að vera með vakt í húsum víða um land í nótt og eru tilbúnar að kalla til meiri mannskap ef þörf krefur. Víðir segir að ástandið sé einna verst á Vestfjörðum og segir hann stefna í vesta veður sem skollið hafi á í mörg ár. „Ef allt fer á versta veg verður þetta versta veður sem við höfum séð í mörg ár. Snjóflóðahættuástandið sem nú er er það versta sem við höfum séð í talsvert langan tíma," segir hann og telur útlitið fremur slæmt. Og hvað höfuðborgina varðar segir Víðir að husanlega verði mjög hvasst í nótt og í fyrramálið og var aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að búa sig undir að takast á við óveður á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira