Innlent

Spenntur fyrir Hollywood

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni standa nú til boða tvö bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann segist afar spenntur fyrir því að hasla sér völl í Hollywood.

„Það er auðvitað bara frábært fyrir frekar fátækan listamann eins og mig að fá aðeins betur borgað fyrir vinnuna. Ekki það að ég verði einhver milljónamæringur eftir þetta. En þetta hjálpar. Ég held reyndar að það þurfi dálítið mikið til til að draga mig í burt héðan," segir Ólafur en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá stutt viðtal við hann vegna hlutverkanna. Hann segist þó lítið mega tjá sig um hlutverkin á þessu stigi málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×