Fleiri fréttir Segir storminn vera að baki „Stormurinn er að baki og verstu hörmungunum hefur verið afstýrt,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á árvissri ráðstefnu Samtaka breskra iðnfyrirtækja (CBI) sem fram fór í gær. 24.11.2009 06:00 Einn vildi óbreytta vexti Fjórir af fimm þeirra sem sæti eiga í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu lækka innlánsvexti bankans en einn vildi halda þeim óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var birt í gær. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, lagði til að vextir yrðu lækkaðir. 24.11.2009 06:00 Skattahækkanir krefjast uppsagna Uppsagnir og launalækkanir blasa við hjá þeim íslensku fyrirtækjum sem framleiða vörur sem ætlunin er að beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt í stað sjö prósenta eins og nú er. 24.11.2009 05:45 Reyna að finna fé til sjóvarna Samgönguráðuneytið segist hafa skilning á þeim sjónarmiðum sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að bæta þurfi sjóvarnir við Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins til sveitarstjórnarinnar. 24.11.2009 05:30 Morfín sagt örva krabbavöxt Æ fleiri vísbendingar eru um að morfín, sem krabbameinssjúklingum er gefið til að lina verki, geti örvað vöxt og útbreiðslu krabbameinsfrumna. 24.11.2009 05:15 Regnvatn leitt inn á vatnsverndarsvæði Vatni af götum fyrirhugaðs iðnaðarhverfis á Hólmsheiði verður veitt úr settjörnum í Hólmsá, samkvæmt deiliskipulagsbreytingu sem nú er í kynningu. Hólmsáin rennur í Elliðavatn og vatnið berst með Elliðaám til sjávar. 24.11.2009 04:30 Breytt viðhorf til flugvallarins líkleg Ekki er ólíklegt að menn breyti hugsun sinni um framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna, að mati formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar. 24.11.2009 04:00 Sló sautján ára stjúpdóttur með moppuskafti Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa gengið í skrokk á sautján ára stjúpdóttur sinni. 24.11.2009 03:45 Kennslustundum verði fækkað um 3 til 4 í viku Sveitarfélögin vilja að kennslustundum í grunnskólum verði fækkað um þrjár til fjórar í hverri viku. Þetta er talið geta sparað 1,2 til 1,4 milljarða króna á ári í rekstri grunnskólanna. 24.11.2009 03:30 Bíður eftir útskýringunum Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún væri sannfærð um að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi Suðvesturlínu eru óskiljanleg formanni Græna netsins, umhverfismálahóps Samfylkingarinnar. 24.11.2009 03:00 Stöðugt GSM-samband í Þórsmörk GSM-símasamband er nú komið inn í Þórsmörk eftir að settur var upp GSM-sendir á Þórólfsfelli. 24.11.2009 02:45 Kallað eftir dómaraefnum Kallað er eftir umsóknum þeirra sem áhuga hafa á að vera tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir Íslands hönd fyrir 3. desember næstkomandi. 24.11.2009 02:30 Ætla að efla miðborgina Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson, formaður félagsins Miðborgin okkar, hafa undirritað samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar. 24.11.2009 02:15 Ákvörðunin árið 2007 var rétt „Ég sé ekki betur en varðandi aflaákvörðunina séu stjórnvöld búin að binda okkur í báða skó og þess vegna get ég ekki séð að stjórnvöld séu neitt að fara að auka kvótann,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar. 24.11.2009 02:00 Fimmta hver götuð víðar en í eyrunum Tæpur fimmtungur, eða 19,6 prósent, unglingsstúlkna í tíunda bekk grunnskóla er með hringi eða pinna annars staðar en í eyrunum. Þetta kemur fram í könnun Rannsókna og greiningar meðal grunnskólabarna. 6,5 prósent drengja á sama aldri bera ámóta skraut. 24.11.2009 01:30 Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. 24.11.2009 00:45 Þúsundir nýrra dýrategunda Í djúpum Atlantshafsins er að finna fjöldann allan af áður óþekktum dýrategundum, sem sumar hverjar þykja harla undarlegar: 24.11.2009 00:15 Bæjarstjóri í baráttusætið Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem haldinn var í kvöld, var samþykkt tillaga um að haldið skuli prófkjör á meðal félagsmanna þann 30. janúar 2010. Þá tilkynnti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, að hann hyggist gefa kost á sér í 6. sæti listans í bæjarstjórnarkosningum næsta vor. 23.11.2009 22:38 Yngsti villingur Bretlands: Rekinn úr leikskóla vegna agabrota Yngsti villingur Bretlands, fjögurra á gamall snáði, hefur verið rekinn úr kaþólska leikskólanum sínum í bænum Preston, fyrir ýmis agabrot. Meðal þess sem litli villingurinn á að hafa gert af sér var að kalla fóstru sína öllum illum nöfnum eftir að hún fjarlægði hann frá ljósrofa sem hann kveikti og slökkti ítrekað á. Þá sparkaði hann í sköflunginn á einni fóstrunni eftir að hann lenti í harðvítugum deilum við samnemanda sinn vegna púsluspils. 23.11.2009 21:16 Landssamband íslenskra háskólanema stofnað Stúdentafélög undirritaðra háskóla á Íslandi hafa stofnað með sér Landssamband íslenskra háskólanema samkvæmt tilkynningu. Stofnfundur félagsins var haldinn föstudaginn 20. nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir nánari útfærslu á starfsemi sambandsins og samvinnu skólanna. 23.11.2009 20:41 Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi Þann 25. nóvember næstkomandi verður haldin ganga sem markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi undir yfirskriftinni: Leggðu þitt af mörkum – Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum! 23.11.2009 20:14 HS orka með forkaupsrétt á jarðhitaauðlindum Reykjanesbær hefur skuldbundið sig gagnvart einkafyrirtækinu HS orku, að samþykki fyrirtækisins þurfi til þess að bærinn ráðstafi landi og auðlindum. HS orka hefur forkaupsrétt að jarðhitaauðlindum bæjarins. 23.11.2009 18:45 Slys á Flúðum: Ástand mannsins er stöðugt Fertugum karlmanni sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, alvarlega slösuðum. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni nú síðdegis er ástand hans stöðugt 23.11.2009 17:53 Stórtækir ísþjófar handteknir Lögreglan á Akureyri upplýsti um helgina alls 28 innbrots- og þjófnaðarmál sem hafa átt sér stað á Akureyri undanfarnar vikur. 23.11.2009 17:15 Svínaflensan hefur stökkbreyst Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Noregi. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafa veikst eða hafa verið bólusettir gegn flensunni hér á landi. „Þeir eiga að vera vel varðir,“ segir Haraldur. 23.11.2009 16:48 Ólafur Ragnar í Abu Dhabi Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sat um helgina fund dómnefndar Zayed orkuverðlaunanna en þau eru meðal veglegustu verðlauna veraldar, veitt fyrir nýjungar og forystu á vettvangi hreinnar orku. Fundurinn var haldinn í Abu Dhabi enda eru verðlaunin kennd við fyrrum leiðtoga landsins. Þau verða afhent á Heimsþingi um orkumál framtíðar sem haldið verður í Abu Dhabi í janúar næstkomandi, að fram kemur í tilkynningu. 23.11.2009 16:34 Umboðsmaður Alþingis á opnum fundi allsherjarnefndar Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis á morgun og verður skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 til umræðu. Róbert Spanó, settur umboðsmaður, ásamt Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni, mæta fyrir nefndina og kynna skýrsluna. 23.11.2009 16:07 Bretar og Bandaríkjamenn deildu hart í Írak Þótt það hafi farið leynt á sínum tíma virðist sem samskipti Bandaríkjamanna og Breta hafi ekki verið árekstralaus eftir innrásina í Írak. 23.11.2009 16:01 Farsímar endurnýttir Farsímafélagið Tal hefur ákveðið að bjóða GSM notendum að koma með gamla farsíma í verslanir félagsins til endurnýtingar. Símarnir verða sendir til viðurkenndra fyrirtækja erlendis þar sem þeir eru endurnýttir. Mörg tæki verða send til þróunarlanda þar sem þau verða seld fyrir brot af því verði sem þau kostuðu upphaflega, að fram kemur í tilkynningu. Þá verða hlutir úr öðrum biluðum tækjum nýtt í önnur raftæki. Að endingu er öllum spilliefnum eytt á löglegan hátt. Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á smáraftækjum, mun annast flutning á farsímunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis. 23.11.2009 15:49 Óhóflegt vinnuálag getur ógnað fagmennsku Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að erfitt sé að boða umtalsverðan niðurskurð hjá hinu opinbera og á sama tíma segja að þjónustan muni haldast óskert. Hún telur brýnt að ræða hvort það sé verjandi að hið opinbera haldi uppi þjónustu sem sé hætt að standa undir nafni. 23.11.2009 15:40 Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ í kampavínsmálinu Femínistafélag Íslands, Samtök um Kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöður af stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands fyrir helgi. „Það er óásættanlegt að stjórnin víki ekki eftir að upp komst um vítavert framferði fjármálastjóra KSÍ og máttleysisleg viðbrögð stjórnarinnar í kjölfarið,“ segir í tilkynningu. 23.11.2009 15:31 Jón Helgi fundinn Jón Helgi Linduson sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram heill á húfi. Ekki var vitað um ferðir hans frá því á föstudag. 23.11.2009 15:22 Fjórum fyrirtækjum bannað að selja ís Niðurstöður rannsókna á örverufræðilegum gæðum íss úr vél bendir til að umgengni við ísvélar og ísblöndur í Reykjavík fari batnandi enda færri fyrirtæki með ófullnægjandi niðurstöður vegna kólígerla. Ný rannsókn sýnir að öðru leyti svipaðar niðurstöður og tvö síðastliðin ár. Tímabundinni sölustöðvun á ís úr vél var beitt hjá þremur fyrirtækjum í sumar og einu í haust. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. 23.11.2009 15:18 Júlíus Vífill: Dagur ætti að líta sér nær „Dagur B. Eggertsson ætti að líta sér nær. Þær óskir að skoðuð verði ný staðsetning fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík koma alls ekki frá Reykjavíkurborg. Þær hafa komið fram á óformlegum fundum samgönguráðuneytisins og Flugstoða meðal annars með mér þar sem þetta hefur verið viðrað vegna breyttra aðstæðna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs. 23.11.2009 14:48 Norðmaður í sjokki Norskum manni svelgdist á þegar hann fékk reikning fyrir sex farseðla sem hann keypti á Icelandair.is fyrir rétt rúmu ári. 23.11.2009 14:48 Tugir gísla hálshöggnir á Filipseyjum Búið er að finna líkin af stórum hópi stjórnmálamanna, lögfræðinga og blaðamanna sem rænt var á Filipseyjum í dag. Talið er að allt að þrjátíu og sex hafi verið rænt. 23.11.2009 14:17 Staðfest að líkið er af Íslendingnum Norska lögreglan hefur staðfest að lík sem fannst í stöðuvatni í grennd við Noresund í dag er af 48 ára gömlum Íslendingi sem leitað hefur verið að. 23.11.2009 13:36 Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega Breski háskólinn University of East Anglia hefur staðfest við New York Times að hundruðum tölvupósta hafi verið stolið af vefþjóni skólans. 23.11.2009 13:30 Hundaníð: Engin rannsókn í gangi Engin rannsókn er í gangi um aðdraganda þess að 19 ára gömul tík fannst urðuðuð við höfnina í Kópavogi á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi fékk hún tilkynningu um málið á föstudag og í kjölfarið var farið með hundinn á dýraspítala. 23.11.2009 13:03 Konan grunuð um að hafa dregið sér 60 milljónir Meintur fjárdráttur 65 ára gamallar konu sem starfaði í eignastýringu Kaupþings á að hafa staðið yfir frá árinu 2004 til 2008. Konan er grunuð um að hafa dregið að sér um 60 milljónir króna. 23.11.2009 13:00 Orkudrykkir bannaðir í Hafnarfirði Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum. 23.11.2009 12:55 Slá pólitískar keilur í stað þess að gæta hagsmuna Íslendinga Íslenskir stjórnmálamenn hafa frekar haft áhuga fyrir því að slá pólitískar keilur í Icesave málinu heima fyrir en að gæta hagsmuna Íslendinga á erlendum vettvangi segir dósent. Hann bendir á að eðli EES-samstarfsins sé þannig að Íslendingar hefðu átt að fá sambærileg lánskjör á Icesave skuldbindingunum og þau sem Bretar og Hollendingar fjármagni sig á. 23.11.2009 12:44 Sitjandi landlæknir ekki meðal umsækjenda Fimm sækja um embætti landlæknis sem auglýst var fyrir skemmstu, fjórir karlar og eina kona. Matthías Halldórsson, sitjandi landlæknir, er ekki meðal umsækjenda. 23.11.2009 12:20 Kári kannast ekki við uppsagnir hjá deCode Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segist ekki kannast við að uppsagnir séu yfirvofandi hjá fyrirtækinu né heldur að nokkrar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Fullyrt er í DV í dag að listi með nöfnum þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem halda starfinu eftir væntanleg eigendaskipti megi finna á Netinu. 23.11.2009 12:13 Telja stöðu heimilanna afar slæma Talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna segja að sá fjöldi heimila sem farið hafi í greiðslujöfnun, sýni að staða heimilanna sé mun verri en talið hafi verið. Hjá um helmingi heimila nái fólk ekki endum saman eða sjái fram á að ná ekki endum saman á næstu mánuðum. 23.11.2009 12:10 Sjá næstu 50 fréttir
Segir storminn vera að baki „Stormurinn er að baki og verstu hörmungunum hefur verið afstýrt,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á árvissri ráðstefnu Samtaka breskra iðnfyrirtækja (CBI) sem fram fór í gær. 24.11.2009 06:00
Einn vildi óbreytta vexti Fjórir af fimm þeirra sem sæti eiga í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu lækka innlánsvexti bankans en einn vildi halda þeim óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var birt í gær. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, lagði til að vextir yrðu lækkaðir. 24.11.2009 06:00
Skattahækkanir krefjast uppsagna Uppsagnir og launalækkanir blasa við hjá þeim íslensku fyrirtækjum sem framleiða vörur sem ætlunin er að beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt í stað sjö prósenta eins og nú er. 24.11.2009 05:45
Reyna að finna fé til sjóvarna Samgönguráðuneytið segist hafa skilning á þeim sjónarmiðum sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að bæta þurfi sjóvarnir við Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins til sveitarstjórnarinnar. 24.11.2009 05:30
Morfín sagt örva krabbavöxt Æ fleiri vísbendingar eru um að morfín, sem krabbameinssjúklingum er gefið til að lina verki, geti örvað vöxt og útbreiðslu krabbameinsfrumna. 24.11.2009 05:15
Regnvatn leitt inn á vatnsverndarsvæði Vatni af götum fyrirhugaðs iðnaðarhverfis á Hólmsheiði verður veitt úr settjörnum í Hólmsá, samkvæmt deiliskipulagsbreytingu sem nú er í kynningu. Hólmsáin rennur í Elliðavatn og vatnið berst með Elliðaám til sjávar. 24.11.2009 04:30
Breytt viðhorf til flugvallarins líkleg Ekki er ólíklegt að menn breyti hugsun sinni um framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna, að mati formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar. 24.11.2009 04:00
Sló sautján ára stjúpdóttur með moppuskafti Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa gengið í skrokk á sautján ára stjúpdóttur sinni. 24.11.2009 03:45
Kennslustundum verði fækkað um 3 til 4 í viku Sveitarfélögin vilja að kennslustundum í grunnskólum verði fækkað um þrjár til fjórar í hverri viku. Þetta er talið geta sparað 1,2 til 1,4 milljarða króna á ári í rekstri grunnskólanna. 24.11.2009 03:30
Bíður eftir útskýringunum Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún væri sannfærð um að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi Suðvesturlínu eru óskiljanleg formanni Græna netsins, umhverfismálahóps Samfylkingarinnar. 24.11.2009 03:00
Stöðugt GSM-samband í Þórsmörk GSM-símasamband er nú komið inn í Þórsmörk eftir að settur var upp GSM-sendir á Þórólfsfelli. 24.11.2009 02:45
Kallað eftir dómaraefnum Kallað er eftir umsóknum þeirra sem áhuga hafa á að vera tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir Íslands hönd fyrir 3. desember næstkomandi. 24.11.2009 02:30
Ætla að efla miðborgina Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson, formaður félagsins Miðborgin okkar, hafa undirritað samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar. 24.11.2009 02:15
Ákvörðunin árið 2007 var rétt „Ég sé ekki betur en varðandi aflaákvörðunina séu stjórnvöld búin að binda okkur í báða skó og þess vegna get ég ekki séð að stjórnvöld séu neitt að fara að auka kvótann,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar. 24.11.2009 02:00
Fimmta hver götuð víðar en í eyrunum Tæpur fimmtungur, eða 19,6 prósent, unglingsstúlkna í tíunda bekk grunnskóla er með hringi eða pinna annars staðar en í eyrunum. Þetta kemur fram í könnun Rannsókna og greiningar meðal grunnskólabarna. 6,5 prósent drengja á sama aldri bera ámóta skraut. 24.11.2009 01:30
Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. 24.11.2009 00:45
Þúsundir nýrra dýrategunda Í djúpum Atlantshafsins er að finna fjöldann allan af áður óþekktum dýrategundum, sem sumar hverjar þykja harla undarlegar: 24.11.2009 00:15
Bæjarstjóri í baráttusætið Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem haldinn var í kvöld, var samþykkt tillaga um að haldið skuli prófkjör á meðal félagsmanna þann 30. janúar 2010. Þá tilkynnti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, að hann hyggist gefa kost á sér í 6. sæti listans í bæjarstjórnarkosningum næsta vor. 23.11.2009 22:38
Yngsti villingur Bretlands: Rekinn úr leikskóla vegna agabrota Yngsti villingur Bretlands, fjögurra á gamall snáði, hefur verið rekinn úr kaþólska leikskólanum sínum í bænum Preston, fyrir ýmis agabrot. Meðal þess sem litli villingurinn á að hafa gert af sér var að kalla fóstru sína öllum illum nöfnum eftir að hún fjarlægði hann frá ljósrofa sem hann kveikti og slökkti ítrekað á. Þá sparkaði hann í sköflunginn á einni fóstrunni eftir að hann lenti í harðvítugum deilum við samnemanda sinn vegna púsluspils. 23.11.2009 21:16
Landssamband íslenskra háskólanema stofnað Stúdentafélög undirritaðra háskóla á Íslandi hafa stofnað með sér Landssamband íslenskra háskólanema samkvæmt tilkynningu. Stofnfundur félagsins var haldinn föstudaginn 20. nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir nánari útfærslu á starfsemi sambandsins og samvinnu skólanna. 23.11.2009 20:41
Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi Þann 25. nóvember næstkomandi verður haldin ganga sem markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi undir yfirskriftinni: Leggðu þitt af mörkum – Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum! 23.11.2009 20:14
HS orka með forkaupsrétt á jarðhitaauðlindum Reykjanesbær hefur skuldbundið sig gagnvart einkafyrirtækinu HS orku, að samþykki fyrirtækisins þurfi til þess að bærinn ráðstafi landi og auðlindum. HS orka hefur forkaupsrétt að jarðhitaauðlindum bæjarins. 23.11.2009 18:45
Slys á Flúðum: Ástand mannsins er stöðugt Fertugum karlmanni sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, alvarlega slösuðum. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni nú síðdegis er ástand hans stöðugt 23.11.2009 17:53
Stórtækir ísþjófar handteknir Lögreglan á Akureyri upplýsti um helgina alls 28 innbrots- og þjófnaðarmál sem hafa átt sér stað á Akureyri undanfarnar vikur. 23.11.2009 17:15
Svínaflensan hefur stökkbreyst Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Noregi. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafa veikst eða hafa verið bólusettir gegn flensunni hér á landi. „Þeir eiga að vera vel varðir,“ segir Haraldur. 23.11.2009 16:48
Ólafur Ragnar í Abu Dhabi Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sat um helgina fund dómnefndar Zayed orkuverðlaunanna en þau eru meðal veglegustu verðlauna veraldar, veitt fyrir nýjungar og forystu á vettvangi hreinnar orku. Fundurinn var haldinn í Abu Dhabi enda eru verðlaunin kennd við fyrrum leiðtoga landsins. Þau verða afhent á Heimsþingi um orkumál framtíðar sem haldið verður í Abu Dhabi í janúar næstkomandi, að fram kemur í tilkynningu. 23.11.2009 16:34
Umboðsmaður Alþingis á opnum fundi allsherjarnefndar Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis á morgun og verður skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 til umræðu. Róbert Spanó, settur umboðsmaður, ásamt Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni, mæta fyrir nefndina og kynna skýrsluna. 23.11.2009 16:07
Bretar og Bandaríkjamenn deildu hart í Írak Þótt það hafi farið leynt á sínum tíma virðist sem samskipti Bandaríkjamanna og Breta hafi ekki verið árekstralaus eftir innrásina í Írak. 23.11.2009 16:01
Farsímar endurnýttir Farsímafélagið Tal hefur ákveðið að bjóða GSM notendum að koma með gamla farsíma í verslanir félagsins til endurnýtingar. Símarnir verða sendir til viðurkenndra fyrirtækja erlendis þar sem þeir eru endurnýttir. Mörg tæki verða send til þróunarlanda þar sem þau verða seld fyrir brot af því verði sem þau kostuðu upphaflega, að fram kemur í tilkynningu. Þá verða hlutir úr öðrum biluðum tækjum nýtt í önnur raftæki. Að endingu er öllum spilliefnum eytt á löglegan hátt. Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á smáraftækjum, mun annast flutning á farsímunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis. 23.11.2009 15:49
Óhóflegt vinnuálag getur ógnað fagmennsku Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að erfitt sé að boða umtalsverðan niðurskurð hjá hinu opinbera og á sama tíma segja að þjónustan muni haldast óskert. Hún telur brýnt að ræða hvort það sé verjandi að hið opinbera haldi uppi þjónustu sem sé hætt að standa undir nafni. 23.11.2009 15:40
Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ í kampavínsmálinu Femínistafélag Íslands, Samtök um Kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöður af stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands fyrir helgi. „Það er óásættanlegt að stjórnin víki ekki eftir að upp komst um vítavert framferði fjármálastjóra KSÍ og máttleysisleg viðbrögð stjórnarinnar í kjölfarið,“ segir í tilkynningu. 23.11.2009 15:31
Jón Helgi fundinn Jón Helgi Linduson sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er kominn fram heill á húfi. Ekki var vitað um ferðir hans frá því á föstudag. 23.11.2009 15:22
Fjórum fyrirtækjum bannað að selja ís Niðurstöður rannsókna á örverufræðilegum gæðum íss úr vél bendir til að umgengni við ísvélar og ísblöndur í Reykjavík fari batnandi enda færri fyrirtæki með ófullnægjandi niðurstöður vegna kólígerla. Ný rannsókn sýnir að öðru leyti svipaðar niðurstöður og tvö síðastliðin ár. Tímabundinni sölustöðvun á ís úr vél var beitt hjá þremur fyrirtækjum í sumar og einu í haust. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. 23.11.2009 15:18
Júlíus Vífill: Dagur ætti að líta sér nær „Dagur B. Eggertsson ætti að líta sér nær. Þær óskir að skoðuð verði ný staðsetning fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík koma alls ekki frá Reykjavíkurborg. Þær hafa komið fram á óformlegum fundum samgönguráðuneytisins og Flugstoða meðal annars með mér þar sem þetta hefur verið viðrað vegna breyttra aðstæðna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs. 23.11.2009 14:48
Norðmaður í sjokki Norskum manni svelgdist á þegar hann fékk reikning fyrir sex farseðla sem hann keypti á Icelandair.is fyrir rétt rúmu ári. 23.11.2009 14:48
Tugir gísla hálshöggnir á Filipseyjum Búið er að finna líkin af stórum hópi stjórnmálamanna, lögfræðinga og blaðamanna sem rænt var á Filipseyjum í dag. Talið er að allt að þrjátíu og sex hafi verið rænt. 23.11.2009 14:17
Staðfest að líkið er af Íslendingnum Norska lögreglan hefur staðfest að lík sem fannst í stöðuvatni í grennd við Noresund í dag er af 48 ára gömlum Íslendingi sem leitað hefur verið að. 23.11.2009 13:36
Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega Breski háskólinn University of East Anglia hefur staðfest við New York Times að hundruðum tölvupósta hafi verið stolið af vefþjóni skólans. 23.11.2009 13:30
Hundaníð: Engin rannsókn í gangi Engin rannsókn er í gangi um aðdraganda þess að 19 ára gömul tík fannst urðuðuð við höfnina í Kópavogi á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi fékk hún tilkynningu um málið á föstudag og í kjölfarið var farið með hundinn á dýraspítala. 23.11.2009 13:03
Konan grunuð um að hafa dregið sér 60 milljónir Meintur fjárdráttur 65 ára gamallar konu sem starfaði í eignastýringu Kaupþings á að hafa staðið yfir frá árinu 2004 til 2008. Konan er grunuð um að hafa dregið að sér um 60 milljónir króna. 23.11.2009 13:00
Orkudrykkir bannaðir í Hafnarfirði Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum. 23.11.2009 12:55
Slá pólitískar keilur í stað þess að gæta hagsmuna Íslendinga Íslenskir stjórnmálamenn hafa frekar haft áhuga fyrir því að slá pólitískar keilur í Icesave málinu heima fyrir en að gæta hagsmuna Íslendinga á erlendum vettvangi segir dósent. Hann bendir á að eðli EES-samstarfsins sé þannig að Íslendingar hefðu átt að fá sambærileg lánskjör á Icesave skuldbindingunum og þau sem Bretar og Hollendingar fjármagni sig á. 23.11.2009 12:44
Sitjandi landlæknir ekki meðal umsækjenda Fimm sækja um embætti landlæknis sem auglýst var fyrir skemmstu, fjórir karlar og eina kona. Matthías Halldórsson, sitjandi landlæknir, er ekki meðal umsækjenda. 23.11.2009 12:20
Kári kannast ekki við uppsagnir hjá deCode Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segist ekki kannast við að uppsagnir séu yfirvofandi hjá fyrirtækinu né heldur að nokkrar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Fullyrt er í DV í dag að listi með nöfnum þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem halda starfinu eftir væntanleg eigendaskipti megi finna á Netinu. 23.11.2009 12:13
Telja stöðu heimilanna afar slæma Talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna segja að sá fjöldi heimila sem farið hafi í greiðslujöfnun, sýni að staða heimilanna sé mun verri en talið hafi verið. Hjá um helmingi heimila nái fólk ekki endum saman eða sjái fram á að ná ekki endum saman á næstu mánuðum. 23.11.2009 12:10