Innlent

Einn vildi óbreytta vexti

Már Guðmundsson Styrkist gengi krónunnar eða helst stöðugt er mögulegt að slaka á peningalegu aðhaldi. Fréttablaðið/GVA
Már Guðmundsson Styrkist gengi krónunnar eða helst stöðugt er mögulegt að slaka á peningalegu aðhaldi. Fréttablaðið/GVA

Fjórir af fimm þeirra sem sæti eiga í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu lækka innlánsvexti bankans en einn vildi halda þeim óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndar­innar sem var birt í gær. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, lagði til að vextir yrðu lækkaðir.

Vextirnir voru lækkaðir í níu prósent á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Nefndarmenn voru sammála um að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði, ætti frekari slökun peningalegs aðhalds að verða möguleg. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×