Innlent

Bíður eftir útskýringunum

Mörður Árnason Formaður Græna netsins segist ekki skilja hvað forsætisráðherra var að fara með tali um að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi Suðvesturlína. Fréttablaðið/auðunn
Mörður Árnason Formaður Græna netsins segist ekki skilja hvað forsætisráðherra var að fara með tali um að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi Suðvesturlína. Fréttablaðið/auðunn

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún væri sannfærð um að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi Suðvesturlínu eru óskiljanleg formanni Græna netsins, umhverfismálahóps Samfylkingarinnar.

Í blaðinu í gær lýsti umhverfis­ráðherra því einnig yfir að Jóhanna Sigurðardóttir ætti að skýra mál sitt betur.

„Nei, ég veit ekki hvað hún á við. Ég tek eftir því að umhverfisráðherra hefur beðið um skýringar. Það eru fleiri sem bíða eftir þeim,“ segir Mörður Árnason, formaður Græna netsins.

Ekki náðist í forsætisráðherra í gær, en samkvæmt heimildum úr stjórnarráðinu var Jóhanna líklega ekki að vísa til neinna sérstakra hindrana, heldur til málsins í heild. Hún hafi notast við orðalag úr stöðugleikasáttmálanum:

„Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda samanber þjóðhagsáætlun, svo sem framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísil­flöguframleiðslu. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009.“ - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×