Innlent

Júlíus Vífill: Dagur ætti að líta sér nær

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mynd/Anton Brink
„Dagur B. Eggertsson ætti að líta sér nær. Þær óskir að skoðuð verði ný staðsetning fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík koma alls ekki frá Reykjavíkurborg. Þær hafa komið fram á óformlegum fundum samgönguráðuneytisins og Flugstoða meðal annars með mér þar sem þetta hefur verið viðrað vegna breyttra aðstæðna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

Í Fréttablaðinu í dag segir Júlíus Vífill að sér lítist ágætlega á að byggð verði ný flugstöð í Skerjafirði í stað samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Í framhaldinu sagði Dagur ljóst að yfirstandi kjörtímabil væri að líða án þess að nokkurt markvert skref hafi verið stigið í skipulagsmálum. Sjálfstæðisflokkurinn væri klofinn og stefnulaus þar sem erfitt væri að festa hendur á stefnu flokksins í skipulagsmálum borgarinnar.

Júlíus Vífill gefur lítið fyrir gagnrýni Dags. „Það liggur fyrir samkomulag á milli ríkis og borgar að samgöngumiðstöð rísi í Vatnsmýrinni sem hefur unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum. Sú undirbúningsvinna er nánast fullkláruð af hálfu Reykjavíkurborgar. Hinsvegar hefur tafið þá vinnu að samgönguyfirvöld hafa viljað minnka og breyta þeim áformum sem lagt var upp með í upphafi. Við höfum sýnt því fullan skilning," segir borgarfulltrúinn.

Júlíus Vífill segir óþarfi hjá Degi að gera sér pólitísk mat úr málinu „Eini maðurinn sem verður fyrir barðinu á slíkri gagnrýni er hans eigin ráðherra. Ráðherra úr hans eigin flokki þar sem hann er varaformaður,“ segir Júlíus Vífill og bætir við að sér virðist sem að Dagur sé einangraður frá ráðherrum Samfylkingarinnar.

Tengdar fréttir

Ný flugstöð byggð í borginni

Fulltrúar samgöngu­yfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðar­miðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað.

Dagur: Sjálfstæðisflokkurinn stefnulaus í skipulagsmálum

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að yfirstandi kjörtímabil sé að líða án þess að nokkurt markvert skref hafi verið stigið í skipulagsmálum. Engin leið virðist vera til að festa hendur á stefnu Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum borgarinnar sem hann segir að sé klofinn og stefnulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×