Innlent

Landssamband íslenskra háskólanema stofnað

Háskólanemar í HÍ eru meðal þeirra sem eiga hlut að LÍH.
Háskólanemar í HÍ eru meðal þeirra sem eiga hlut að LÍH.

Stúdentafélög undirritaðra háskóla á Íslandi hafa stofnað með sér Landssamband íslenskra háskólanema samkvæmt tilkynningu. Stofnfundur félagsins var haldinn föstudaginn 20. nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir nánari útfærslu á starfsemi sambandsins og samvinnu skólanna.

Tilgangurinn með stofnun LÍH er að skapa samstöðu í hagsmunabaráttu stúdenta, hækka barátturóm íslenskra háskólanema og efla samtakamátt háskólanna á Íslandi.

Háskólarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

Háskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Hólum

Háskólinn í Reykjavík

Landbúnaðarháskóli Íslands

Listaháskóli Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×