Innlent

Sitjandi landlæknir ekki meðal umsækjenda

Matthías hefur gegnt embætti landlæknis í ár.
Matthías hefur gegnt embætti landlæknis í ár. Mynd/GVA
Fimm sækja um embætti landlæknis sem auglýst var fyrir skemmstu, fjórir karlar og eina kona. Matthías Halldórsson, sitjandi landlæknir, er ekki meðal umsækjenda.

Þeir sem sækjast eftir embætti landlæknis eru:

• Finnbogi O. Karlsson, læknir. Hann rekur lækningastofu í efnaskipta- og innkirtlalækningum í Arkansas í Bandaríkjunum.

• Geir Gunnlaugsson, læknir. Hann er prófessor við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.

• Kristján Oddsson, læknir. Hann er aðstoðarlandlæknir.

• María Heimisdóttir, læknir. Hún er yfirlæknir á hag- og upplýsingasviði Landspítala.

• Ragnar Jónsson, læknir. Hann er sjálfstætt starfandi bæklunarskurðlæknir á eigin læknastofu.

Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Nefndin metur hæfni umsækjenda en fulltrúar í nefndinni hafa þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu, að fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Matthías var skipaður tímabundið í embættið í nóvember á síðasta ári þegar að Sigurður Guðmundsson lét af störfum til að taka við sem forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Skipun Matthíasar var síðar framlengd. Áður gegndi Matthías embætti aðstoðarlandlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×