Innlent

HS orka með forkaupsrétt á jarðhitaauðlindum

Ingimar Karl Helgason skrifar

Reykjanesbær hefur skuldbundið sig gagnvart einkafyrirtækinu HS orku, að samþykki fyrirtækisins þurfi til þess að bærinn ráðstafi landi og auðlindum. HS orka hefur forkaupsrétt að jarðhitaauðlindum bæjarins.

HS orka er einkafyrirtæki; það er í meirihlutaeigu Geysis Green Energy og allt stefnir í að kanadíska félagið Magma Energy eignist megnið af fyrirtækinu móti. Miklar deilur urðu um fyrirtækið í sumar, vegna samnings Reykjanesbæjar við félagið. Þá framseldi bærinn jarðhitaauðlindir á Reykjanesi, á Reykjanestá og í Svartsengi, til HS orku, 65 ár fram í tímann.

Samkvæmt lögum er Ríki, sveitarfélögum óheimilt að framselja beint eða óbeint og með varanlegum hætti eignarrétt að jarðhita.

Fram kemur í skýringum við níu mánaða uppgjör HS orku, sem birt var á dögunum, að vilji Reykjanesbær á einhverjum tímapunkti selja auðlindir sínar, þá verði það ekki gert án samþykkis HS orku; enn fremur að HS orka eigi þá jafnframt forkaupsrétt að bæði landi og auðlindum.

Embættismenn í iðnaðarráðuneytinu kannast ekki við að nein vinna hafi farið fram í því skyni að breyta gildandi lögum.

Enn fremur er í skýringunum tekið sérstaklega fram að HS orka leigi auðlindirnar í 65 og eigi möguleika á að framlengja réttindin um önnur sextíu og fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×