Innlent

Umboðsmaður Alþingis á opnum fundi allsherjarnefndar

Mynd/Anton Brink

Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis á morgun og verður skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 til umræðu. Róbert Spanó, settur umboðsmaður, ásamt Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni, mæta fyrir nefndina og kynna skýrsluna.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Fundurinn verður sendur beint út í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Hann hefst klukkan 10:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×