Erlent

Tugir gísla hálshöggnir á Filipseyjum

Óli Tynes skrifar
Filipeyskir hermenn í eftirlitsferð.
Filipeyskir hermenn í eftirlitsferð.

Búið er að finna líkin af stórum hópi stjórnmálamanna, lögfræðinga og blaðamanna sem rænt var á Filipseyjum í dag. Talið er að allt að þrjátíu og sex hafi verið rænt.

Búið er að finna yfir tuttugu lík og höfðu höfuðin verið höggvin af mörgum þeirra. Þrettán konur voru meðal hinna myrtu.

Talið er að morðin séu þáttur í valdabaráttu stjórnmálamanna í héraði á eynni Mindanao. Morðingjarnir eru taldir vera á mála hjá héraðsstjóranum sem vill koma í veg fyrir að keppinautur hans bjóði sig fram í héraðsstjórakosningum í maí á næsta ári.

Ofbeldisverk eru tíð í kosningabaráttu á Filipseyjum. Þetta er þó talið eitt versta ódæðisverk síðustu áratuga í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×