Innlent

Reyna að finna fé til sjóvarna

Fjaran við Vík
Stór hluti hverfur í hafið á hverju ári.
Fjaran við Vík Stór hluti hverfur í hafið á hverju ári.

Samgönguráðuneytið segist hafa skilning á þeim sjónar­miðum sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að bæta þurfi sjóvarnir við Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins til sveitarstjórnarinnar.

Í bréfinu segir enn fremur að samgönguráðuneytinu sé kunnugt um stöðu sjóvarnamála við Vík. Mikið og vaxandi landbrot hefur verið í fjörunni neðan við þorpið á undanförnum árum. Reynt hafi verið að afla fjármagns til að standa straum af endurbótum sem til þurfi. Það hafi ekki tekist enn sem komið er en unnið sé áfram að lausn málsins. Ráðgert er að samgöngunefnd Alþingis komi til Víkur á næstu vikum til að kynna sér aðstæður. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×