Innlent

Bæjarstjóri í baráttusætið

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson.

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem haldinn var í kvöld, var samþykkt tillaga um að haldið skuli prófkjör á meðal félagsmanna þann 30. janúar 2010.

Þá tilkynnti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, að hann hygðist gefa kost á sér í 6. sæti listans í bæjarstjórnarkosningum næsta vor.

Með því vildi hann undirstrika mikilvægi þess að Samfylkingin héldi meirihluta sínum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem flokkurinn hefur haldið síðastliðin tvö kjörtímabil.

Þá kom einnig fram að framboð einstaklinga í prófkjöri megi ekki fara yfir 250 þúsund krónur. Einnig var kveðið á um jöfn hlutföll kynja á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×