Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Hanna Katrín Friðriksson, matvælaráðherra, er búin að fá skýrslu starfshópsins og þarf nú að taka ákvörðu um framtíð hvalveiða. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55
Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels