Norðmaður í sjokki Óli Tynes skrifar 23. nóvember 2009 14:48 Farmiðinn hækkaði um 77 prósent. Norskum manni svelgdist á þegar hann fékk reikning fyrir sex farseðla sem hann keypti á Icelandair.is fyrir rétt rúmu ári. Hann borgaði náttúrlega með kreditkorti sínu og farmiðarnir áttu að kosta um 15.500 norskar krónur. Það gerir um 340 þúsund íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Sex dögum síðar þegar farseðlarnir voru dregnir af reikningi hans var upphæðin hinsvegar orðin rúmar 27 þúsund norskar krónur. Það gerir rétt rúmlega 600 þúsund krónur íslenskar og er hækkun um 77 prósent. Eins og menn kannski muna var dálítið flökt á íslensku krónunni fyrir um ári. Norska blaðið Aftenposten, sem skýrir frá þessu, segir að Norðmaðurinn hafi leitað til kærunefndar banka. Líklega hefur Norðmanninum aftur svelgst á þegar hann fékk svar kærunefndarinnar. Hún vísaði máli hans frá með vísan til skilmála númer þrjú í kortasamningnum. Þar segir að það sé gengisskráning á gjalddaga sem miðað sé við en ekki dagsetning kaupanna. Og það sem verra er það er miðað við gengi á gjaldmiðli notendalandsins gagnvart norsku krónunni. Kærunefndin sagði að maðurinn hefði sjálfur tekið þessa gengisáhættu og útkoman hefði allt eins getað verið honum í hag. Eins og menn kannski muna líka hækkaði norska krónan nokkuð gagnvart þeirri íslensku fyrir ári. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Norskum manni svelgdist á þegar hann fékk reikning fyrir sex farseðla sem hann keypti á Icelandair.is fyrir rétt rúmu ári. Hann borgaði náttúrlega með kreditkorti sínu og farmiðarnir áttu að kosta um 15.500 norskar krónur. Það gerir um 340 þúsund íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Sex dögum síðar þegar farseðlarnir voru dregnir af reikningi hans var upphæðin hinsvegar orðin rúmar 27 þúsund norskar krónur. Það gerir rétt rúmlega 600 þúsund krónur íslenskar og er hækkun um 77 prósent. Eins og menn kannski muna var dálítið flökt á íslensku krónunni fyrir um ári. Norska blaðið Aftenposten, sem skýrir frá þessu, segir að Norðmaðurinn hafi leitað til kærunefndar banka. Líklega hefur Norðmanninum aftur svelgst á þegar hann fékk svar kærunefndarinnar. Hún vísaði máli hans frá með vísan til skilmála númer þrjú í kortasamningnum. Þar segir að það sé gengisskráning á gjalddaga sem miðað sé við en ekki dagsetning kaupanna. Og það sem verra er það er miðað við gengi á gjaldmiðli notendalandsins gagnvart norsku krónunni. Kærunefndin sagði að maðurinn hefði sjálfur tekið þessa gengisáhættu og útkoman hefði allt eins getað verið honum í hag. Eins og menn kannski muna líka hækkaði norska krónan nokkuð gagnvart þeirri íslensku fyrir ári.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira