Innlent

Ætla að efla miðborgina

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson, formaður félagsins Miðborgin okkar, hafa undir­ritað samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar.

Miðborgin okkar er nýtt félag og að því standa kaupmenn og rekstraraðilar í verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Megin­tilgangur félagsins er að efla verslun, þjónustu og menningu í miðborginni, markaðssetja hana innanlands sem utan og stuðla að hreinni og fegurri miðborg. Samningurinn er til þriggja ára og styrkir Reykjavíkurborg starfsemi og rekstur félagsins um fimm milljónir króna á hverju rekstrarári. Enn fremur þiggur félagið framlag frá Bílastæðasjóði. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×