Innlent

Orkudrykkir bannaðir í Hafnarfirði

Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum
Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum
Hafnfirðingar skera upp herör gegn orkudrykkjum og hafa bannað neyslu þeirra í félagsmiðstöðvarstarfi, skólaferðum og á skólaskemmtunum í bænum.

Fornvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar, forsvarsmenn félagsþjónustu, félagsmiðstöðvar og skólahjúkrunarfræðingur í bænum benda á að orkudrykkir séu vinsælir meðal barna og unglinga, enda höfðu markaðssetning þeirra oft og tíðum til ungmenna.

Það sem valdi þeim áhyggjum er að á umbúðum drykkjanna sé oft varað við því að börn yngri en átján ára neyti þeirra enda innihalda drykkirnir oft gríðarlega mikið magn of koffíni og öðrum efnum sem ekki er æskilegt að börn neyti. Jafnvel eru þessi varnaðarorð ekki sýnileg því dreifingaraðilar hafi sett miða með innihaldslýsingu yfir þau, auk þess sem textinn er á ensku.

Óttast er að alist börn uppvið það að þurfa að innbyrða sérstaka orkudrykki til að komast í ákveðið kraftmikið ástand, geti verið hætta á því að önnur efni verði prófuð í kjölfarið til að komast í annað ástand.

Neysla þessara drykkja verða því bannaðir þar sem börn og unglingar koma saman á vegum bæjarins, auk þess sem dreifingar- og söluaðilum, og heilbrigðiseftirlitinu verður bent á skaðsemi drykkjanna og ítrekað að ekki sé æskilegt að selja börnum og ungmennum þessar vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×