Innlent

Hundaníð: Engin rannsókn í gangi

Hundurinn er blanda af þýskum fjárhundi og íslenskum samkvæmt upplýsingum Vísis.
Hundurinn er blanda af þýskum fjárhundi og íslenskum samkvæmt upplýsingum Vísis.

Engin rannsókn er í gangi um aðdraganda þess að 19 ára gömul tík fannst urðuð við höfnina í Kópavogi á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi fékk hún tilkynningu um málið á föstudag og í kjölfarið var farið með hundinn á dýraspítala.

Hundaeftirlitsmaður var síðan kallaður til og kom hundinum til eigenda sinna.

Ekkert liggur fyrir um hugsanlegan dýraníðing og því lítið sem hægt er að rannsaka að sögn lögreglu. Tíkin Lady, er 19 ára gömul, heyrnarlaus og sjóndöpur. Hún mun vera á batavegi.








Tengdar fréttir

Tíkin að jafna sig

Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld.

Hundur urðaður lifandi

Hundur sem týndist frá Kársnesbraut í fyrrakvöld fannst urðaður lifandi á Vesturvör í Kópavogi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafði gangandi vegfarandi fundið hundinn og komið honum undan því fargi sem lá ofan á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×