Innlent

Kallað eftir dómaraefnum

Kallað er eftir umsóknum þeirra sem áhuga hafa á að vera tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir Íslands hönd fyrir 3. desember næstkomandi.

Á vef Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins kemur fram að Evrópuráðið hafi farið fram á að þrjú dómaraefni verði tilnefnd. Kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út í októberlok 2010.

Umsækjendur verða að vera grandvarir og annaðhvort fullnægja kröfum um hæfi til æðri dómarastörfa, eða „vera lögvísir svo orð fari af," að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×