Erlent

Yngsti villingur Bretlands: Rekinn úr leikskóla vegna agabrota

Kaþólski leikskólinn sem drengurinn var rekinn úr.
Kaþólski leikskólinn sem drengurinn var rekinn úr.

Yngsti villingur Bretlands, fjögurra á gamall snáði, hefur verið rekinn úr kaþólska leikskólanum sínum í bænum Preston, fyrir ýmis agabrot. Meðal þess sem litli villingurinn á að hafa gert af sér var að kalla fóstru sína öllum illum nöfnum eftir að hún fjarlægði hann frá ljósrofa sem hann kveikti og slökkti ítrekað á. Þá sparkaði hann í sköflunginn á einni fóstrunni eftir að hann lenti í harðvítugum deilum við samnemanda sinn vegna púsluspils.

The Daily Mail greinir frá því að tugur fimm ára barna hafa verð vísað úr leikskólum víða um Bretland vegna agabrota en þessi piltur, sem hefur ekki verið nafngreindur, er sá yngsti.

Drengurinn byrjaði í skólanum í september en var rekinn nú á dögunum eftir að foreldrar hans vildu ekki gangast undir sérstaka áætlun til þess að bæta hegðun barnsins.

Móðir drengsins er æf út í skólayfirvöld og segja hann langt því frá villing. Það séu í raun starfsmenn skólans sem kunni ekki að takast á við drenginn sem hún viðurkennir að sé í versta falli ærslabelgur.

Hún segist vera hneyksluð á framferði starfsmanna skólans og gagnrýnir þá fyrir að meðhöndla drenginn líkt og glæpamann, ekki sem lítið barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×