Innlent

Segir storminn vera að baki

Strauss-Kahn
Strauss-Kahn

„Stormurinn er að baki og verstu hörmungunum hefur verið afstýrt,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á árvissri ráðstefnu Samtaka breskra iðn­fyrirtækja (CBI) sem fram fór í gær.

Strauss-Kahn segir alþjóðasamstarf og hröð og fum­laus viðbrögð stjórnvalda hafa bjargað miklu. Framfarir hafi verið miklar í alþjóðahagkerfinu og bati við það að hefjast. Efnahagslíf þjóða sé engu að síður enn viðkvæmt og megi hvorki við áföllum né því að menn misstígi sig í stefnumótun.

Að mati framkvæmdastjórans þurfa þjóðir heims enn að starfa saman, enda sé siglingin vandasamari í endurreisninni og rétta leiðin ekki alltaf augljós. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×