Innlent

Svínaflensan hefur stökkbreyst

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Noregi. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafa veikst eða hafa verið bólusettir gegn flensunni hér á landi. „Þeir eiga að vera vel varðir," segir Haraldur.

Niðurstöður rannsókna á sams konar inflúensubóluefni og notað er hér á landi hafa sýnt að bóluefnið veldur góðu og breiðvirku ónæmissvari sem verndar gegn mörgum undirtegundum veirunnar.

„Menn líta ekki á þetta sem stórt vandamál og þetta þýðir ekki vandamál gagnvart bóluefninu," segir Haraldur. Ekki sé hægt að tengja þetta við að flensan sé að verða verri. Inflúensuveirur taki alltaf einhverjum minniháttar breytingum og búast megi við að svínainflúensan geri það líka.

Engin ástæða er til að óttast að svínainflúensubóluefnið sem notað er á Íslandi verndi ekki gegn hinum nýju afbrigðum veirunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×